Í bæjarleyfi.....

Ég hef lítið bloggað í vikunni enda hef ég verið frekar upptekin kona þetta tímabil........ Mín er stödd i höfuðborginni á Minnisþjálfunarnámskeiði Grin Þar hef ég lært nýja tækni við að efla og styrkja minnið þannig að nú get ég án mikillar fyrirhafnar þulið upp stærðfræðitáknið  með eitt hundrað aukastöfum og prjónað munstur á meðan Whistling..... annars gengur nú námskeiðið ekki út á að geta þulið upp þetta og hitt ...er aðallega að læra tækni sem beitt er við að efla minnið og þjálfa hugann... sem sagt  í hnotskurn....." Use it or loose it...."

Í dauða tímanum hef ég svo sósjaliserað með vinum og kunningjum, sett mig inn í nýjustu og ferskustu kjaftasögurnar, kannað hvernig viðskiptin ganga í Kringlunni..... í ljósi þess að ég er flutt af svæðinu Halo.... Ég fór í bíó og sá myndina Sveitabrúðkaup..... hún er einu orði sagt frábær.... ég get ekki annað en fyllst aðdáun yfir því fólki sem er búið þeim hæfileikum að geta gert svo stórkostlega mynd úr akkurat engu....... ég er enn að brosa út í annað og rúmlega það...... ég mæli hiklaust með þessari....

Er rokin... þarf að þjálfa minnið......

Later....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ja allt er nú hægt að læra í dag.  Sniðugt.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 5.9.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: arnar valgeirsson

meðan ég man......

nennirðu að skrifa um námskeiðið eða senda mér póst.

var sko að pæla í þessu en gleymdi..... alltaf að kanna það.

bara svona til að koma í veg fyrir alzheimerinn.

bara svona að koma í veg fyrir alzheimerinn....

arnar valgeirsson, 5.9.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég man ekki hvað ég ætlað að spyrja þig um.  Það kemur örugglega seinna. 

Marinó Már Marinósson, 6.9.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Tína

Þú mundir þó loksins eftir að blogga. Var orðin spennt á að heyra frá þér sjáðu til.

Knús inn í helgina þína krútta.

Tína, 6.9.2008 kl. 07:09

5 Smámynd: Unnur R. H.

Úff ekki veitti mér af að fara á svona námskeið, þarf oft að hugsa um marga hluti í einu og allt fer í hrærigraut, endilega miðlaðu meira um þetta námskeið

Unnur R. H., 6.9.2008 kl. 11:41

6 identicon

Sælar,

þú í bæjarferð og kíktir ekki í kaffi

Ein sem vinnur með mér var líka á þessu námskeiði, hún heitir Guðrún Ásta. 

kv. Agnes 

Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Manstu eftir mér?

Heldurðu að þú myndir etv senda mér póst með linknum á námskeiðið? 

Ég verð búin að gleyma þessari beiðni á morgun og  mun verða óskaplega glöð þegar ég fæ óvænt tölvupóst frá þér

Þín einlæg gudnya@regis.is

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 7.9.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband