31.8.2008 | 22:01
Enn fjölgar í Einholti.......eða þannig...
Jæja..jæja...jæja...... þá er helgin að verða búin..... allveg ágætis helgi...... ..... Stjúpsonurinn átti afmæli og að sjálfsögðu skunduðu allir á Selfoss til að halda upp á daginn með honum...... ......Í gærkvöldi fórum við í mat til Mörtu og Hössa upp í bústað þar sem sonur þeirra sýndi frábæra listamannstakta og teiknaði mynd af Bóndanum........allveg glettilega líkt fyrirmyndinni...upprennandi listamáli þarna á ferðinni......
Dagurinn í dag var heldur betur viðburðaríkur..... svo ekki sé dýpra í árinni tekið....
Ég hef alltaf sagt það... og mun halda því áfram...... " kraftaverkin gerast í Ásahreppi"... Munið þið eftir litlu sætu kanínustelpunum sem mér áskotnaðist í sumar???...... akkurat stelpunum....... Ein af þeim eignaðist unga í dag...... og það ekkert fáa..... 6 stk....... það gerðist semsagt það sem ekki átti að vera mögulegt...... kanínustelpurnar fjölguðu sér.....það kom náttúrulega í ljós við nánari skoðun að ein af stelpunum er strákur..... ekkert undarlegra en það.......
En ég segi og skrifa...... "Enn fjölgar í Einholti.......
Athugasemdir
Til lukku með fjölgunina eða "ekki " hahahaha.... já það vita allir hvernig kanínur fjölga sér hahahaha...... æææjjj ég má ekki svona.
Knús og kveðja úr sveitinni til þín.
JEG, 31.8.2008 kl. 22:08
Ásahreppur verður stórborg áðr´en langt um líður, - og Einholt miðbærinn. Þú verður überburgmeister.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:02
Til hamingju með ömmudýrin. Er alveg að sjá þig fyrir mér grandskoða hverja einustu kaninu til að ganga úr skugga um að ekki gæti um eingetni verið að ræða
Úfff hvað maður er eitthvað fyndin í dag Greinilegt að það er mánudagur.
Knús á þig krútta og góða skemmtun.
Tína, 1.9.2008 kl. 07:57
Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 01:09
Jeminn! Ég hefði fengið stóóóórt áfall við þetta. En svo þarf víst bara að taka hlutunum eins og hverju öðru hunds biti... Gangi þér vel með ungana
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:59
... ég fékk líka eiginlega áfall....... og til að gera langa sögu stutta..... þá eru ungarnir ekki lengur á meðal oss......
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:55
Blessuð krútta. Hvað er nú að frétta af þér? Hvernig er í nýja starfinu? Ertu að finna þig þarna? Við viljum fréttir kona. Eða í það minnsta ég. Koma svooooooooooooo.
Hafðu annars ljúfa og skemmtilega helgi.
Tína, 5.9.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.