Hætt á Kleppi.....

Ég stimplaði mig út af Kleppi í dag....... í síðasta skiptið...... ótrúlegt en satt....W00t....


Dagurinn í dag er búin að vera mjög strembin....svo ekki sé meira sagt.... hann var mjög tilfinningaþrunginn og ég rambaði upp og niður allann skalann fram og tilbaka mörgum sinnum..... enda hanski ekkert skrítið ... það er ekki eins og maður sé að hætta í vinnunni á hverjum degi....... snift snift....

Fyrr í vikunni höfðu sjúklingarnir í iðjuþjálfun undirbúið heljarinnar kveðjuveislu fyrir mig undir dyggri handleiðslu starfsfólksins..... bakaðar voru kökur og vöfflur....allur pakkinn bara......alveg frábært.....Í dag hafði svo verið undirbúið kveðjusamsæti í kennslustofunni á Kleppi.... þar var samankomið fullt af fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina..... Dr Kristófer hélt mjög skemmtilega ræðu sem var full af lofi og krúsidúllum...... maður varð bara hálf vandræðalegur...... úff... í kveðjugjöf frá vinnufélögum á Kleppi fékk ég mjög fallega hálsfesti og armband eftir Siggu og Tímó..... svona kærleikskúlu.......

Þegar öllu þessu var lokið og ég hafði verið föðmuð og kysst fyrir allan peninginn hljóp ég út í hús Iðjuþjálfunar ...... þar höfðu safnast saman iðjuþjálfar af Geðsviði- Kleppi Hringbraut og BUGLI.........Við áttum saman mjög góða og skemmtilega stund þar sem við slógum margar flugur í einu höggi...... Í iðjuþjálfun á Kleppi hefur sá siður verið viðhafður í mörg ár..... að starfsmenn sem starfað hafa í iðjunni í 10 ár eru heiðraðir með smá veislu til að fagna tímamótunum...... útbúin eru persónuleg viðurkenningarskjöl sem afhent eru með viðhöfn...og kátínu.... Í dag fögnuðum við þremur slíkum starfsmönnum....InLove......

Vinnufélagar mínir í Iðjuþjálfun á Geðsviði eru með eindæmum skemmtilegt og hugmyndaríkt fólk..... í dag var mér afhentur fallegur handgerður poki sem var með fullt af vösum..... í vösunum voru litlir hlutir.... margir af þeim handgerðir....hver hlutur átti að tákna einn starfsmann.. ég fékk svo það erfiða ... en jafnframt ....mjög svo skemmtilega verkefni að reyna að geta upp á hver hafði útbúið hvaða hlut........ Ég vann á Kleppi í 11 ár og hef verið það lánsöm að eiga góða vinnufélaga allan tímann...og þeir vaxa sko ekki á trjánum....... Takk fyrir mig kæra samstarfsfólk..... það veit sá sem allt veit.... að ég mun sakna ykkar.......InLove

Vinnufélagar á góðri stundu10 ára gengið og yfirmaðurinn.....

Ég og Annetta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er alltaf erfitt að hætta eftir langan feril og tala nú ekki um ef vinnufélagar eru frábærir. 

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 29.8.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er mest gaman að heimatilbúnum gjöfum.  Skemmtileg hefð. 

Tissue til þín.

Anna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, stuð og fjör. og þú endanlega farin í sveitasæluna. að iðjuþjálfast og elta hænur.... og hana.

en veit að þetta voru kökur með fullt af kílókalóríum og einhverjir voru stynjandi fram á kvöld vegna seddu.

en til hamingju með breytingarnar. hefur reyndar verið dugleg við þær að undanförnu.

arnar valgeirsson, 30.8.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Tína

Ég óska þér alls hins besta í nýja starfinu vinkona góð. Ekki leiðinlegt að vera kvaddur svona með virktum og segir meira en nokkur orð um hverskonar vinnufélagi þú hefur verið. Held ég að nýju vinnufélagarnir geti farið að hlakka til.

Eigðu góða og skemmtilega helgi mín kæra. 

Tína, 30.8.2008 kl. 08:20

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta hefur verið æðislegt, - en erfitt.  Þú hefur verið hluti af þessu í umhverfi í mörg ár og svo er það bara búið. Svona eretta. Gangi þér rosalega vel í nýju starfi, elsku krúttið mitt. Ég veit að þar muntu líka gera góða hluti. Gaman að sjá þessar myndir af ykkur,- ekki síst þá neðstu! Faðm til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:54

6 identicon

Kær kveðja mín kæra, ég mun alltaf sakna þín, Kolbrún

KG (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband