27.8.2008 | 23:55
Góður dagur......
Eins og svo margir aðrir lagði ég leið mína í bæinn í dag til að taka á móti "strákunum okkar"...... Ég var bæði stolt, glöð og hrærð þar sem ég stóð á Arnarhól veifandi fána í gríð og erg...syngjandi klappandi og stappandi....ég tók fullan þátt í þessu öllu og af fúlustu alvöru.... þetta var alveg mögnuð stund........
Fyrri part dags hafði ég eytt með Matthildi minni sem kom til landsins til að taka á móti og fagna Stulla sínum.... Hún fór síðan í móttöku á Kjarvalstöðum en ég skundaði í átt að miðbænum hitti þar Hrafnhildi og Ólínu ásamt fríðu föruneyti og vorum við allar mjöööög samtaka í fagninu.....Eftir fjörið á Arnarhól var ég samferða Matthildi í rútunni að Kjarvalstöðum og það var nú soltið magnað að upplifa það hafa lögregluna með blikkandi ljós á fullri ferð fyrir framan bílinn....... en ekki fyrir aftan....... en ég hef svo sem upplifað það....... en ekki mjög oft samt..........Á Kjarvalstöðum fékk ég svo loksins að hitta Stulla minn og smella á hann kossi....... og ég fékk að snerta og skoða silfrið...... O M G ...ekkert smá flott.... ég fylltist lotningu...... svo ekki sé meira sagt.....Stulli minn...enn og aftur ....innilega til hamingju.......
Ég má til með að henda inn einni mynd af ömmusnúllunni....... sem er úti í Florida...... ég sakna hennar..... mjööööög mikið........
Athugasemdir
Enn og aftur, til hamingju. Þau voru líka stórglæsileg á Bessastöðum.
Marinó Már Marinósson, 28.8.2008 kl. 08:02
Hjartans hamingjuóskir með tengdasoninn. Ekki smá falleg skotta sem þú átt þarna.
Knús á þig skemmtilega kona og njóttu dagsins.
Tína, 28.8.2008 kl. 08:17
Hæ elsku Fanney mín!!!! Til hamingju með tengdasonin.... þeir voru allir frábærir í gær eins og alltaf Og litla ömmustelpan fríkkar bara og fríkkar... enda á barnið ekki langt að sækja það
Vilborg (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.