26.8.2008 | 13:58
af tíkum og öðrum tíkum.....
Þeir hafa verið fjölskrúðugir dagarnir í sveitinni nú undanfarið....svo ekki sé meira sagt... Heimasætan hefur verið á lóðaríi og er þar af leiðandi allveg gjörsamlega friðlaus...... nú er ég að tala um tíkina..... Heklu.... bara að það sé á hreinu..... Fyrir utan standa vonarbiðlarnir frá næstu bæjum allveg í röðum og bíða eftir að hún byrtist í öllu sínu veldi....... það er svona eins og hafa París Hilton á heimilinu...... æstir aðdáendur um allar jarðir ofan í öllu, uppá öllu og inní öllu...liggjandi á gluggum og mígandi utan í allt og alla....... ég ...í hlutverki siðapostula...... fer út með tíkin í bandi...... hún verður jú að fá tækifæri til að gera sín stykki þrátt fyrir allt og allt.....ég gef biðlunum íllt auga og hvessi mig við þá...... þetta eru "ílla ættaðir" andsk.... og alls ekki sæmandi eðaltík eins og Heklu.......
Annars held ég að það sé farið að renna tvær grímur á sveitunga mína í Ásahreppi...yfir þessari fordekruðu borgarpíu..... sem keyrir á milli bæja leitandi af húsdýrum sínum signt og heilagt..... í fyrrasumar tók nefninlega einn af mínum ofdekruðu inniköttum úr Kópavogi upp á því að láta sig hverfa og mín settist upp í bíl ... keyrði á milli bæja og spurðist fyrir um kvikindið...... fólk lét sér fátt um finnast......hann myndi sjálfsagt skila sér heim fyrr en seinna.... en slíkra er dýra siður upp til sveita......Um daginn.... þegar fór að bera á ákveðinni hegðun hjá tíkinni.... þá átti hún það til að svala forvitni sinni og annari þörf sjálfsagt líka og gerði þá tilraunir til að flakka á milli bæja í sveitinni til að kynnast hundunum þar..... móður sinni til ....ekki svo mikillar ánægju....... mín náttúrulega gerði sér lítið fyrir..... settist upp í bíl.... keyrði á milli bæja og spurðist fyrir um kvikindið...... þið getið rétt ímyndað ykkur undirtektirnar...... I rest my case...
Athugasemdir
Hihihihi.... já svo þú ert borgarbarn í sveitinni ???? eða ? En ég skil sveitunga þína vel því ég er nú svo vond að siga hundinum á ketti sem koma hér. En hundar á rápi er nú annað mál því það er lítið um að þeir fari á ráp.
En hvað um það þá er jú lífið í sveitinni skrúðugt en þó aðallega skítugt þessa dag og varla farandi út fyrir skítalikt (kallinn sem óður að drulla á túnin)
Knús og klemm úr sveitinni norðan heiða.
JEG, 26.8.2008 kl. 14:05
Fáðu þér staðsetningarbúnað að liðið. Getur þú ekki sagt Heklu að hundskast heim að minnstakosti fyrir kvöldmat úr því að hún er á þessum bannsettum þvælingi? Hún er nú ekki svo vitlaust að hún skilji það ekki ef þú sýnir henni hvað sé t.d. í matinn.
Marinó Már Marinósson, 27.8.2008 kl. 12:38
Takk fyrir bloggvináttu gaman að fá þig í hópinn minn knús inn í daginn Elskuleg
Brynja skordal, 27.8.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.