23.8.2008 | 10:21
Í tilefni dagsins.....
Ég er orðin ansi fær í að vera í sumarfríi enda líður varla sú vika að ég taki ekki einn eða tvo sumarfrísdaga og þá nýt ég þess að vera til........ gæti allveg vanist svona lifnaðarháttum...
Fimmtudeginum í síðustu viku eyddi ég með ömmulúsinni en hún lagði land undir fót daginn eftir og er núna stödd í Florida...en þangað fór hún með fjölskylduna í smá frí....... í heilar sex vikur verð ég að láta mér nægja að skoða myndir af krílinu......allveg hreint með ólíkindum hvað lagt er á mann..... en ég ber mig nokkuð mannalega.....allavega innan um aðra....
Ég fylgdist spennt með íslenska liðinu í gær... reyndar varð ég að láta útvarpsútsendinguna duga...en hún dugði fínt...... í leikslok var ég stödd á Austurveginum...einsömul í bílnum út í kanti....og hágrét..... allveg eins og strákarnir.... og Þorgerður..... Þvílíkur leikur... þvílíkt lið.....þvílíkir strákar.... Ég herrti síðan upp hugan,þurrkaði tárin og sló á þráðinn til dóttur minnar í Danmörku, enn kærasti hennar er einn af strákunum okkar...... og vitiði það ....ég er svoooo fegin að þeir spili um gullið.... kanski silfrið...... því bronsið.... þið vitið.... er ekki allveg að passa inn í innréttinguna hjá þeim skötuhjúum...
Núna er ég á leiðinni í kaupstaðinn.... Selfoss.....til að dressa mig upp fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn.... maður getur nú ekki verið þekktur fyrir að sitja hér fyrir framan skjáinn og horfi á þennan merkisleik.....íklædd gömlum druslum...... nei takkk.... ég býð ekki strákunum okkar upp á soleis.....
Athugasemdir
allamalla þvílík dúlla
Dísa Dóra, 23.8.2008 kl. 10:57
Meira krúttið.
Já og takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín. Ég er nú ekki þessi boltamanneskja en vona að ég sé nú ekki verri fyrir það. Ég man þá tíð þegar maður fékk frí en nú er það ekki í boði þar sem maður er sjálfstæður í rekstir með bú og börn.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 23.8.2008 kl. 11:43
Vonandi hefur þú keypt þér eitthvað íþróttavænt í sveitina. Enn og aftur. Til hamingju með strákinn:):) Þau hefðu kannski gefið þér bronsið ef það hefði ekki passað í "lúkkið" en að sjálfsögðu verður þetta GULL, engin spurning. 28-32
Marinó Már Marinósson, 23.8.2008 kl. 11:57
Má ég hnýsast???? Hver er tengdasonurinn? Djööö forvitni er þetta alltaf hreint í manni . Megum svo til með að hittast einhvern tímann og fá okkur kaffi. Gerum kannski bara innrás á hana Hrönnslu og fáum okkur kaffi þar og dýrindis pæ með ef við verðum heppnar.
Knús á þig skemmtilega kona. Vonandi fannstu eitthvað fallegt á Selfossi.
Tína, 23.8.2008 kl. 14:04
Jú Tína mín auðvitað er ok að hnýsast svona stöku sinnum..... Hann heitir Sturla Ásgeirsson og kom inná fyrir Guðjón Val í Rússa leiknum......
Gerum endilega innrás til Hrannar..... hún bakar svo góð pæ konan að það er næstum glæpsamlegt.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 14:09
Þið eruð velkomnar - hvenær sem er!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 19:20
Úff...grenjaði líka...þarf ekki mikið til...en þú hefðir átt að sjá stemmuna í leikskólanum mínum...allir í sal að klappa og stappa....hrópa og fagna...bara gaman....því krílin eru sko alveg að fíla þetta....
ÁFRAM ÍSLAND!
Ps..þvílíka krúttið sem þú átt þarna...ó mæ god!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 23:03
Til hamingju með tengdasoninn Fanney. Hann stóð sig mjög vel þann tíma sem hann var inná. Vá, hvað ég er stolt af strákunum.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:28
Til hamingju með daginn. Stulli var flottur. Mátt sko vera stolt af stráksa. Bjóddu honum bara að fægja glingrið reglulega. Áfram Ísland. ps. hugsaðu þér; það var bara til einn svona peningur á Íslandi síðan að Villi vann rétt eftir stríð.
Marinó Már Marinósson, 24.8.2008 kl. 11:38
Til hamingju Fanney Frábær árangur!!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 12:03
Til hamingju með tengdasoninn, nýju fötin og ömmulúsina, sem er alltaf að verða fallegri og fallegri. Hvílíkt og þvíumlíkt ríkidæmi sem þú átt, elsku heillakelling. Gott ef þú átt það bara ekki skilið ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:02
Þvílíkt dúlla...það klingir nú bara í eggjastokkunum núna svei mér þá....
Heiða Þórðar, 25.8.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.