18.8.2008 | 21:33
Tjáning......
Enn einn yndislegur sumardagurinn er að kveldi komin... dagur sem byrjaði sem ósköp venjulegur haustmorgun...eða svo hélt ég...... Ég tók mér aukasumarfrísdag í dag..... vaknaði með Bóndanum og skutlaði honum í vinnuna..... það var fallegt veður úti en samt svolítið kallt..... ég lagði mig aftur þegar ég kom heim... enda vakti ég yfir landsliðinu í nótt...og maður þarf nú á sínum svefni að halda..... þegar ég vaknaði aftur um kl 10.00 var komin líka þessi Bongó blíða.... af Áshreppskum sið..... hitinn fór allveg upp í ca 20° hita þannig að það var lítið annað að gera en að njóta hans ....enda fer hver að verða síðastur að njóta sumarsins 2008.....
Við fórum í berjamó í gær..... skelltum okkur í Grafnininginn og duttum niður á bláberjaþúfur....týndum allveg slatta bæði í fötur og munna...... ..... svo að núna er ég með bláberjapaj í ofninum..... get ekki verið eftibátur Hrannar í þessum málum.... en ég rak inn nefið hjá henni í síðustu viku og smakkaði hjá henni þetta líka ljúffenga bláberjapaj...... mmmmm... konan er engri lík hvað þetta varðar...........
Eins og þið heyrið kanski ...eða sjáið... þá er ég ekki allveg í sambandi...veð úr einu í annað..... Málið er nefninlega að nú fer að styttast í að ég kveðji Kleppsspítala fyrir fullt og allt..... eða þannig..... eftir ellefu ára starf læt ég af störfum um mánaðarmótin og byrja að vinna á réttargeðdeildinni að Sogni og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.....
Ég er ekki með sjálfum mér þessa dagana enda veit ég ekki allveg hvernig mér líður..... aðra stundina er ég yfir mig spennt yfir þessu nyja starfi og þeim verkefnum sem þar bíða mín...... en svo þyrmir yfir mig og ég velti því fyrir mér hvort ég sé eitthvað verri að hætta á Kleppi þar sem mér hefur oftast liðið svo vel og þar sem hefur verið svo gaman að vinna.......... ég er óttarlegur kleyfhugi hvað þetta varðar...... Ætli ég sé ekki mest hrædd við að þurfa nú að sanna mig allveg upp á nýtt..... ég veit allveg upp á hár fyrir hverju ég stend og nú er bara að koma því á framfæri við nýju vinnufélagana og ekki síst mína nýju skjólstæðinga......
Mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að tjá sig svona........ég ætla að bjarga pæjunum úr ofninum....
Later.....
Athugasemdir
Það er alltaf viss spenningur sem fylgir því að skipta um starf!! Fiðrildi í maga - skjálfti í hnjám - svona svipað eins og að sofa hjá ;) Ég veit að þér mun koma til með að ganga vel dúllan mín! Þú ert bara þannig að það verður öllum að þykja vænt um þig
Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 21:46
Svona er lífið. Sumir koma og aðrir kveðja. Ég er viss um að þau missa mikið þarna á gamla vinnustaðnum en gæðin og fagmennskan mun örugglega hækka á nýja vinnustaðnum. Líka fjörið.
Marinó Már Marinósson, 18.8.2008 kl. 23:06
Alltaf spennandi að skipta um starf þó vissulega fylgi kvíði og tregi yfirleitt með. Þú átt örugglega eftir að standa þig vel
Dísa Dóra, 19.8.2008 kl. 08:35
.....svo verður líka svo gaman að hafa þig nær!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 09:58
Sælar,
Ég er í svipaðri stöðu og þú núna, er að skipta um vinnu og byrja í þeirri nýju eftir rúmman mánuð
kv. Agnes
Agnes Raymondsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:55
Hæ Agnes... verðum að fara að hittast... verð í sambandi næstu daga...
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:24
Gangi þér vel í nýja starfinu Fanney mín. Eitt er víst og það er að nýju starfsfélögunum þínum á sko ekki eftir að leiðast með þig nálægt. Enda með eindæmum skemmtileg kona. En maður getur þá kannski farið að bjóða þér í kaffi???? Kemur bara með hana Hrönn okkar ef þú þorir ekki ein *blikkblikk*
Knús á þig skemmtilega kona og njóttu nú dagsins og það sem lífið hefur upp á að bjóða.
Tína, 20.8.2008 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.