11.8.2008 | 10:53
Hekla er týnd....
Ég er allveg miður mín.... Hekla mín tók upp á þeim óskunda að láta sig hverfa í gær...... Hún hefur sjálfsagt lagt af stað til að skoða heiminn.... en þó sennilega aðallega einhvern stóran og stæðilegan hund til að leika sér með..... hún er nefninlega á lóðaríi blessunin....... En eftir sitjum við.... Bóndinn og ég allveg niðurbrotin.... Ég er búin að keyra hér um allan hrepp og kalla og góla..... blístra og ég veit ekki hvað.... en allt kemur fyrir ekki ...Hekla mín lætur ekki sjá sig..... og nú er ég orðin virkilega áhyggjufull....úff þetta er ekki skemmtilegt...... og ég er gráti næst....
Athugasemdir
Æj vonandi finnst hún. Það er verst að það koma þá nokkrir hvolpar með heim.
Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 11:03
Æj nei! Ertu búin að hafa samband við lögregluna og hundafangarann? Ef ekki þá skaltu gera það! Jafnvel mundi ég íhuga að lýsa eftir henni á Bylgjunni eða rás tvö! Án gríns! Þetta eru ekki skemmtilegar aðstæður!!
Vona svo sannarlega að hún finnist og ef það er eitthvað sem ég get gert... komið og hjálpað þér að hóa eða eitthvað.... hafðu þá bara samband!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 11:04
Já, vonandi er hún bara að gamna sér þessa stundina og kemur svo heim. Vertu vongóð Fanney mín.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 12:09
Æ, elsku kellan mín. Er ekki sennilegt, eins og Anna segir, að hún sé bara að skemmta sér með hinu kyninu og komi svo heim að því loknu? Vonum það besta. Ekki láta hugfallast!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.8.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.