10.8.2008 | 15:48
sunnudagur til.......
Það er víst óhætt að segja að hér sé allt á fullu....eða að maður hafi mörg járn í eldinum...... í dag er ég að mála baðherbergið og maður skyldi nú halda að það væri létt verk og löðurmannslegt...... en nei..... ekki í Einholti..... hér þarf að grunna og grunna og grunna..... þvílíkt litaræði sem hefur hlaupið í Bóndann þegar hann málaði hér síðast........það er sko leitun að öðru eins...... en okei..... þar sem ég er nú þekkt fyrir að eiga erfitt með að skipuleggja mig.... eða að einbeita mér að einum hlut í einu.... þá er ég svona eins og fló að skinni ..... hleyp á milli verkefna..... (gæti hugsast að ég þyrfti einn skammt af Ritalini....)... en ég er semsagt að mála, horfa á endursyninguna á leiknum....( þar sem Sturla tengdasonur minn fór á kostum....... Húrra húrra Stulli ).. vökva trén sem við Bóndinn gróðursettum í gær..... í hjáverkum hleyp ég um og gef á garðann.... eða þannig....það þarf að gefa hænum, kanínum, hundi og köttunum...... Svo er bara að bíða og sjá.... hvernig ósköpin koma til með líta út...kanski það verði allt löðrandi í helgidögum...... en það verður bara að koma í ljós...... maður hefur þá eitthvað til að skoða á meðan maður situr og sinnir kalli náttúrunnar..........
Í gær skellti ég mér í bæinn og eyddi deginum með ömmulúsinni....... hún bara stækkar og stækkar.....og eyðir megninu af deginum í það að vera bara sæt....... svoo lík ömmu sinni....
Athugasemdir
Hún er sko algjört rassgat! Og þú líka
Þegar maður málar um helgar þá segir það sig náttúrulega sjálft - það verður allt löðrandi í helgidögum.
Knús á þig sæta mín
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 16:39
Krúttmoli.
Og þú AMMA ! Hahahaha,, mér finnst það svo fyndið.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 17:02
... til hamingju með tengdasoninn... hann spilaði feikivel í leiknum við Rússa, hef ekki séð til hans áður, hann er leikinn og snöggur... erfitt að fara í sporinn hans Guðjóns Vals... en Sturla gerði það með miklum sóma... og til hamingju með litlu ömmulúsina líka...
Brattur, 10.8.2008 kl. 19:15
Takk fyrir Brattur...
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.8.2008 kl. 21:49
Þið takið ykkur óendanlega vel út saman ömmgurnar ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:17
Flottasta amman kær kveðja þín vinkona Kolla í Svíþjóð
Kolla (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.