6.8.2008 | 22:55
Í sumarfríi...
Nú er mín í sumarfríi og er önnum kafin við að njóta þess..... veðrið hefur nú gert sitt til að maður geti notið lífsins með sér og sínum...... fáklæddur... en þó innan siðsamlegra marka.....Er að sjálfsögðu búin að vera mikið í sveitinni minni að sinna því sem þar þarf að sinna...... kanínum, köttum, hundi, hænum, hestum....... jú og svo auðvitað barnabörnum..........
Á laugardaginn skrapp ég ásamt Bóndanum og vinum frá Selfossi á Heklu...... veðrið í byggð var ekkert til að hrópa húrra fyrir en á Heklunni skein sólin eins og henni væri borgað fyrir það... ég brosti mínu blíðasta á móti og arkaði upp í ákveðnum takti,..... spennti magavöðvana,.... spennti rassvöðvana og tók lítil skref....... allt fyrir lúkkið sko....... mín íklædd hlírabol og stuttbuxum..... sannkölluð sólargella....... gleymdi aðeins einu...... ég gleymdi nefninlega sólarvörninni !!!!.... ég brosti hvorki blítt né sætt það kvöld............ úff ..hvað þetta var sárt....... en ég er að jafna mig.... og svei mér ef ég verð ekki bara fallega brún....... svona á köflum allavega...........
Á sunnudaginn tók ég mig svo til og hjólaði í sund....... ca 10 km........ það var hlýtt úti..... engin sól, léttskýjað og jafnvel nokkrir rigningardropar..... ég hélt því að það yrði í lagi að skella sér aðeins í sund, taka smá sundsprett og leggjast svo í pottinn.......en viti menn...... ég hlýt að vera svona sólarprinsessa... því að ég var varla komin ofaní sundlaugina þegar öll ský hurfu eins og þeim hafi verið blásið burt og sólin tók að skýna eins og hún væri á launum....... þarna svamlaði ég um í lauginni með annan stigs sólarbruna á handleggjunum.... svo ég tali nú ekki um litlu lærin.... þetta var ekki þægilegt..... en..eins og amma mín sáluga var vön að segja...."Þeir fá að svíða sem undir sig míga"...og með það fór ég uppúr með skottið á milli lappana...........
Við hér í Einholti fengum góða heimsókn á mánudeginum því hingað komu þau Hrönn og Loki frá Selfossi í öllu sínu veldi..... Bóndinn reiddi fram verðlaunaskúffuköku sína við góðar undirtektir ... Hekla tók Loka undir sinn verndarvæng og kenndi honum sitthvað um lífið í sveitinni....
Ég byrja svo að vinna á ný eftir sumarfrí þann 14. ágúst en vinn þá einungis í nokkra daga því nú styttist í að ég byrji í nýju vinnunni...... það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessu brambolti mínu....ég bæði kvíði fyrir og hlakka til að byrja í nýrri vinnu... það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman.... ...
Ég hef undanfarna viku verið að reyna að setja inn nýjar myndir á síðuna mína en það gengur eitthvað ílla hjá mér...er einhver sem kann skýringu á þessu ???
Athugasemdir
Það var svo gaman að borða skúffuköku hjá ykkur! Og ég hlakka hrikalega til þegar þú byrjar í nýju vinnunni - en varstu búin að tala við Betu?
Ég get sett myndir inn hjá mér eins og að drekka vatn og pissa undir - kvartaðu við kerfisbloggara.
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 23:00
Ég tek undir með Hrönn...... nema ég pissa ekki undir.
Anna Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:41
Gaman að sjá að þú sért á lífi.
Ertu búin að gleyma hvar Kópavogurinn er??
kv.Fjölskyldan í Lækjasmáranum
Grétar ofurtaxi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 12:44
Kópavogur ??? ...hvað er það...
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.