30.7.2008 | 21:23
Góð ferð.....
Skellti mér í göngu með Bóndanum og restinni af genginu....."Mountain Mama"genginu alltso...... Við lögðum af stað á fimmtudagsmorgni,veðrið var kannski ekki eins og best var á kosið en við létumþað ekki á okkur fá enda vel kunnugt um það að hér er allra veðra von..... Skyggnið gerði það að verkum að við komumst ekki á Sveinstind í þetta skiptið.......vorum ekkert að slíta okkur út við að prila þarna upp vitandi það að við sæjum ekki u´t úr augum sökum þoku......
Snemma næsta morgun var haldið af stað og var ferðinni heitið að Skælingum..... Veðrið var eins og best var á kosið og skapið eftir því...Mountain Mama gengið átti því láni að fagna í þessari ferð að kynnast allveg öndvegis konum sem kalla sig Unnur og ömmurnar...... og samkomulagið allveg stórkostlegt..... mikið hlegið og gert grín.... enda fólk allveg gjörsamlega áhyggjulaust þarna í óbyggðum þar sem Bóndinn hafði tekið með sér riffil til að bægja frá hugsanlegum ísbjörnum....þ.e.a.s. ef ögrandi augnaráðið ekki dyggði til...... Eftir rúmlega átta tíma göngu lenti hópurinn svo þreyttur en sæll í Skælingum.
Eldsnemma ...og ég meina eldsnemma... og samkvæmt áeggjan hinnar árrisulu Óínu..... lagði svo hópurinn af stað síðustu dagleiðina....... nú skyldi gengið frá Skælingum, upp á Gjátind, niður eftir Eldgjánni og að Ófærufossi... þetta er mikilfengleg og falleg leið og nutum við þess í tætlur að ganga í blíðskapar veðri... Um kvöldmatarleitið komum við í Hólaskjól og nú beið hópsins langþrátt sturtubað........og ekki vanþörf á eftir nokkra daga í óbyggðum fjarri svona lúxus... Steinar fararstjóri snaraði fram harmonikkunni og hélt uppi stuðinu langt fram á kvöld ferðafélögum sínum til mikillar ánægju......
Þessi ferð var hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að hitta svona flottan gönguhóp eins og Unni og ömmurnar .... þetta eru hressar konur sem allar starfa í lyfjageiranum...... í framtíðinni tek ég ekki annað í mál en að ganga með svona skemmtilegt apótek í farteskinu.......... Hóparnir stefna að því að ganga saman Strútsstíg að ári...... og ég meina það....
Set inn nokkrar myndir frá ferðinni... fleiri myndir er að finna í albúmi hér á síðunni merkt ferðalög...
Athugasemdir
Kæra Fannay og co.
Þökkum frábærar samverusturndir, með ykkur káta og skemmtilega fólk ......hlökkum mikið til að ganga Strútstíginn með ykkkur næsta sumar.
Kær kveðja frá Unni og ömmunum.
Vilborg FORMAÐUR.
Vilborg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:48
Greinilega frábær ferð hjá ykkur með Unni og ömmunum sem bæ þe vei er náttúrulega snilldarnafn ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 23:24
Já Hrönn þetta er snilldarnafn á snilldarhóp........
Kæri FORMAÐUR ....takk sömuleiðis..... Kær kveðja Fanney FORMAÐUR....
Fanney Björg Karlsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:05
flottur hópur
Marta B Helgadóttir, 4.8.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.