23.7.2008 | 01:42
Long time........
Er ekki komin tími á nýja færslu.....hef verið eitthvað svo busy undanfarið...held ég..... eða kannski er ég bara að afsaka letina og framtaksleysið.....kannski þetta sé svona dulbúið þunglyndi........ nei nei.... ég hef haft í nógu að snúast....klára verkefni í vinnunni fyrir sumarfrí, sinna börnum og barnabörnum svo ég tali nú ekki um mig sjálfa..........´
Fórum í afmæli á Hótel Geysi þann 12 júlí en þá varð tengdamóðir mín níræð..... ég er búin að lofa sjálfri mér því að ég ætla að verða eins og hún þegar ég kemst á hennar aldur....... tignarleg og flott kona.....
Skellti mér í bíó með hinum konunum í Glöðum kvinnum...við fórum á Mama Mía... það er langt síðan ég skemmti mér svona vel í bíó.... þvilík stemning, þvílík gleði.......... við sátum þarna vinkonurnar í nostalgíukasti, klöppuðum í takt við tónlistina og ég átti mjög erfitt með að sitja kyrr í sætinu..... eftir myndina ákváðum við að skipuleggja ABBA-party aldarinna....með búningum og alles ...ég er þegar farin að hanna búningana fyrir mig og Bóndann............ Það verður stuð stuð stuð..........
Á fimmtudaginn leggjum við af stað í göngu með gönguklúbbnum Mountain Mama..... ferðinni er heitið á Sveinstind, Langasjó og Skælinga....... veðurspáin er að vísu ekkert sérstök en eins og svíarnir segja..."Det finns inget daligt vader....bara daliga klader".. þannig að það er bara að plokka fram allt það hlýjasta sem maður finnur í kofanum og þeysa af stað...... gleyma sólarvörninni og málið er dautt..............
Athugasemdir
Já ég hef orðið vör við að það sé mikið að gera hjá þér, bloggar um miðjar næturhihi....frábærar myndir af ykkar fallega fólki, getið verið stolt af því........gangi ykkur vel í göngunni knús........
Kv. Hrafnhildur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:06
Jamm - skítakuldi er hugarástand.......
Flottar myndir af þínum. Góða ferð á fjöll Viltu fjólubláan bakpoka?
Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 11:50
Hæ sæta!
Ég sendi þér póst - ekkert samt um sæta stráka - ekki í þetta sinn Geturðu lesið póstinn þinn heima eða viltu að ég opni mig?
Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 18:33
Góða ferð á fjöll, Abbastelpa. Rosalega er ömmulúsin orðin stór; er þetta annars ekki hún??
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:26
PS: Ég meina auðvitað litla í bleika kjólnum.
PS2: Ertu að meina að flotta eldri daman þarna sé 90 ára? Ég bara trúi því varla. Hvaða krem notar hún og hvaða æfingaprógramm stundar hún?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:27
Gangi ykkur vel á fjallinu. Vonandi rignir ekki mikið á ykkur.
ps. Sæt barnabörn.
Marinó Már Marinósson, 23.7.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.