7.7.2008 | 23:30
Á Flæðareyri....
Ég, ásamt fjölda annarra sem eiga ættir sínar að rekja til Grunnavíkurhrepps hins forna,lagði leið mína á átthagamót á Flæðareyri í Jökulfjörðum um helgina.... Þetta er tíunda skiptið sem hátíðin er haldin en sú fyrsta var haldin 1968, nokkrum árum eftir að byggð lagðist af á svæðinu......
Veðrið var allveg eins og á sólaströnd, blanka logn og sólskin fyrir allan peninginn.... Ég fór síðast á Flæðareyrarhátíð þegar ég var 12 ára eða 1976...... þá tók ég þátt í boðhlaupi þar sem keppendur áttu að leysa hinar ýmsu þrautir....m.a. að þræða nál....... ég var...og er enn..... fótfrá kona... og þarna tók ég á sprett....kom langt á undan keppinautnum að borðinu þar sem nálin og tvinninn beið..... eins og ég áður sagði var ég alltaf fljót að hlaupa ....en að þræða nál var ekki mín sterkasta hlið ...og er skemmst frá því að segja að þarna hljóp hver keppinauturinn á fætur öðrum fram úr mér..... á meðan ég stóð eins og fífl í afmæli og remdist við að þráða helv.... nálina....... mínir liðsmenn sýndu mér allveg ótrúlega þolinmæði framanaf en jafnvel sú þolinmæði þraut....... þessi upplifun hefur fylgt mér alla tíð síðan...... þetta var svona traumatísk upplifun í æsku..... og hef ég lagt mig fram við að geta þrætt nálar blindandi og jafnvel fyrir aftan bak.....aldrei að vita hvenær maður stendur frammi fyrir svona verkefnum aftur og því gott að vera við öllu búin....... Um helgina þurfti ég ekki að þræða nálar.... en mikið lifandi skelfingar ósköp skemmti ég mér vel....
Athugasemdir
Mér finnst nú lágmark að hafa sömu þrautir á milli ára....... svo fólk geti sýnt bætingu ;)
Velkomin heim sæta! Gott að það var gaman hjá ykkur og frábær neðsta myndin af ykkur!! Tók Hekla hana?
Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 23:51
Vlekomin heimn Fanney.
Marta B Helgadóttir, 8.7.2008 kl. 15:31
Þetta hefur heldur betur verið frábært. Sé þig í anda með nál og tvinna ..... elsku saumakellingin mín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.