15.6.2008 | 15:09
Lífið og tilveran....
Lífið í sveitinni gengur sinn vanagang...alltaf nóg að gera og vildi maður stundum fleirri tímar væru í sólahringnum....... en hey var ekki einhver að tala um að breyta klukkunni....... bæta jafnvel við tímum...... ég væri sko allveg til í að skrifa undir það.....
En það sem kanski er að "stela" tíma frá manni er þessi endalausa smalamennska...... hér hleypur maður um eins og rófulaus hundur eftir hestum og rollum sem einhversstaðar hafa fundið sér stað til að troða sér inn á forboðnar slóðir....... ég HLÝT að missa nokkur kíló í þessum hamagangi.....ef ekki..... tja... þá fer ég bara í mál......við ... einhvern........
Ömmulúsin mín stækkar og stækkar og hún verður alltaf fallegri og fallegri.... ég veit ekki hvar þetta endar..... læt hér fylgja með nokkrar myndir af prinsessunni...... svona skemmtilegra myndefni en af fjárans rollunum sem hér hafa sótt um hæli....
Athugasemdir
Jedúdda...... hvað hún er falleg.
Mátt endilega vera stolt af svona krútti ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 16:09
Ég sé að hún hefur algerlega erfit gáfurnar og húmorinn. Ekki spurning. Hún er rosalega falleg og fín, litla manneskjan.
Sko, klukkan, tíminn ..... Ég er að hugsa um að sækja um (þarna á efstu hæðinni) að maður þurfi að sofa færri stundir og geti því notað fleiri í annað .... Meiri sóunin að vera meðvitundarlaus hluta úr sólarhringnum á meðan allt bíður sem maður á eftir að gera --- og það styttist í annan endann..!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.6.2008 kl. 20:46
Oh, maður verður svo meyr við að horfa á svona lítil gullfalleg brosandi andlit.
Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:05
Fanney thetta er algjor gullmoli, hlakka til ad sja hana auglitis til auglitis
kv. Linda
Linda a Portugal (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.