10.6.2008 | 18:19
Sleppitúr í skýnandi votu veðri...
Hópur vaskra manna og kvenna lagði af stað frá Helgadal í Mosfellsbæ um hádegisbil á föstudaginn var, ferðinni var heitið til Þingvalla en þar ætlaði hópurinn að gista fyrstu nóttina...... Á Þingvöllum gisum við á Hótel Valhöll og nutum þess að vera til........ Næst lá leiðin að Laugarvatni og voru hestarnir geymdir hjá bóndanum Ketilvöllum á meðan hinir fræknu knapar hvíldu lúin bein í sumarbústöðum í Tjarnarlandi........... Frá Ketilvöllum riðum við að Tjörn... stuttur en ansi blautur túr... himneskur eigi síður......... Á mánudeginum var dagurinn tekin snemma....eða þannig..... og nú var ætlunin að ríða að Silfurmýri í Hrunamannahreppi með viðkomu hjá bóndanum í Syðra Langholti.....Allt gekk þetta stórslysalaust fyrir sig....... en mikið lifandi skelfingar ósköp var þetta gaman.....
Eftir svona ferð er ekki laust við að maður vegsami hvert og eitt einasta gram sem maður hefur verið að dunda sér við að éta á sig undanfarna mánuði...... ég nefninlega tók þetta allt saman mjööög alvarlega og gerðist "alvöru hestamaður" í þessari ferð.... en til að hljóta þá nafnbót verður maður bæði að detta af baki og ríða yfir "Höf".....og það gerði ég ...með stæl..... ég kastaðist af baki með slíkum tilþrifum að ef ég hefði ekki haft þessa "stuðpúða" við mjaðmirnar... þá væri ég sennilega mjaðmagrindarbrotin í dag.............. en fall er faraheill og ekkert annað að gera en að skella sér á bak á ný.......Í gær reið ég svo yfir "Höf".... eða tilfinningin var allavega þannig..... við riðum yfir Laxá í Hreppum...og þetta er sko engin smá spræna...... yfir fór ég....eins og að drekka vatn........
Athugasemdir
Þú ert meiri hestakonuhetjan! Ég öfunda þig af því að þora, ég fær taugaáfall ef ég slysast á hestbak. Get skilið hvað þetta hefur verið æææææðislegt. Carry on, girl!
PS: EN, ég sagði þér að detta EKKI af baki...!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.6.2008 kl. 20:48
já Guðný mín.... ég sá það þegar ég kom heim aftur....... en ég skemmti mér og öðrum konunglega....
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:01
Gott þú náðir að detta og ríða "höf"
Þetta hefur verið frábær ferð! Ég þarf að ná mér í mann sem kann að ríða.................. út
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:06
Hvada dónatal er á thessum vinkonum thinum
Æ mikid hefur thessi ferd verid ædisleg... og vá hvad thid erud hmmm hvad skal segja óendalega fyndin í thessum múnderingum ykkar... haha
Annars ætladi ég nú bara láta thig vita ad thú ert besta mamma í heima og veit ég ekki hvar ég væri án thin
Love ú
matthildur Drøfn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.