allt á fullu....

Jæja, jæja...... þá er íbúðin í Skerjafirðinum við það að vera máluð, strokin og innflutningsfær...LoL.. erum búin að standa í ströngu við málningarvinnu og gera allt klárt þannig að einkasonurinn geti arkað inn með sængina sína og lagt sig í fletið sitt...InLove... Í fyrrakvöld vorum við mæðginin önnum kafin við málningarstörf og djúpt niðursokkin við eigin hugsanir, drauma og væntingar...allt í einu ríkur einkasonurinn upp..W00t. þessi annars dagfarsprúði drengur....og hrópar upp yfir sig...." ertu ekki að grínast í mér...??"..Pinch.. og þá fyrst tók ég eftir því að yfir okkur dundu flugvéladrunur fyrir allan peninginn...... ég hafði ekki veitt því athygli fyrr.... en það var greinilega einhversskonar flugæfing á flugvellinum...Woundering.. eða ég vona að þetta sé ekki "eðlilegt ástand" á þessum nýju heimaslóðum einkasonarins....Shocking...það var engu líkara en að við værum stödd á orustuvelli....Cool..... En hvað sem því líður....... þá er stefnt í flutning í dag...Wizard... og ekki mínútu síðar....... sú gamla..... eða nei...Sideways.. ég....þessi unglega amma ..Whistling.. er nefninlega á leið í hestatúr um helgina og má ekkert vera að því að veita börnum eða barnabörnum neina sérstaklega athygli á meðan....Tounge.. ég ætla að detta inn í sjálfhverfuna sem aldrei fyrr og setja mig á háan hest..Grin......... úlalalal þvílíkt fjör og þvílíkt gaman....... kanski ég taki nokkur líndudansspor til heiðurs Hrönnslunni....LoL..Wink....Bóndinn fór með sína konu í Lífland í gær og dressaði dömuna upp fyrir túrinn.... fékk meira að segja reiðhjálm í bjútíboxi...... allveg gasalega smart.....

Heyrumst síðar.......Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OOOOOO hvað ég öfunda þig að vera að fara í hestatúr!!!  Segi bara rosalega góða skemmtun og innilega til hamingju með "átfittið"  þú verður sko flottust! Gobbeddígobb.....

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....reiðhjálm í bjútíboxi.... Frábært!

Skemmtu þér vel og endilega taktu nokkrar línur

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hva?  Héltstu að þú værir að flytja soninn í Fjörðinn?     

Eins og flugvélar eru nú notalegar, sérstaklega á leið í fríið.      En mesti hávaðinn í hverfinu stafar af þyrlu einni (hún er græn að lit) sem er þarna og er í eigu kaupsýslumanns frá Vestmannaeyjum.     Hann er örugglega fínn gæi og allt það en þyrlan er hávær. :(

Góða skemmtun í reiðtúrnum.    

Marinó Már Marinósson, 5.6.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða skemmtun í túrnum og njóttu vel Fanney.

Flugvélagnýr í Skerjafirði...hann er vondur en hann venst, ég bjó í námunda við innanlandsflugið þarna í ca 25 ár og það er svo skrýtið maður hálf saknar hávaðans þegar maður er ekki lengur þarna.

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elskan mín, skemmtu þér - og öðrum - konunglega!!  Ekki detta af baki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband