15.5.2008 | 14:04
skyn og skúrir
Það er svo merkilegt með lífið og tilveruna...hvernig skiptist á ...skyn og skúrir... Ég hef átt því láni að fagna að eiga mér nöfnu.. aldraða föðurömmu.... sem hefur verið mér fyrirmynd í svo mörgu. Æðruleysið, seiglan og krafturinn sem hefur einkennt þessa konu er með ólíkindum og maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir henni... Nú bar svo við um áramót að amma veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús.... staðreynd sem sú gamla var ekki allveg að samþykkja...enda útskrifaði hún sig af elliheimili fyrir rétt um áratug síðan.... en við ráðum víst ekki öllu hér á þessari jörð.....
Til að gera langa sögu stutta þá varð fljótlega ljóst að hún myndi ekki eiga afturkvæm heim, heldur tók nú við bið eftir plássi á hjúkrunarheimili..... og það vita þeir sem reynt hafa að sú bið er ekki sú léttasta...... á mánudaginn var ... fékk ég svo símtal frá félagsráðgjafa á Landakoti sem tjáði mér að nú væri laust pláss fyrir ömmu mína á Vífilstöðum... og eftir að hafa skoðað deildina og hitt starfsólkið var ákveðið að þiggja plássið. Amma flutti síðan á Vífilstaði s.l. föstudag.... hún fékk frábærar móttökur af yndislegu starfsólki og ég var sannfærð um að þarna myndi ömmu minni líða vel og þarna fengi hún besta mögulega umönnun ......Hún virtist ætla að samlagast vel......var afslöppuð og virtist líða nokkuð vel...... en en... Adam var ekki lengi í Paradís.... frekar en Amma mín á Vífilstöðum...... á sunnudaginn veiktist hún og við tók bið eftir því sem er okkur öllum óumflyjanlegt...... við skiptumst á að sitja hjá henni, Ég, bróðir minn, mágkona og ömmusystir mín.......
Amma mín sofnaði svefninum langa aðfaranótt miðvikudags.... Ég er sannfærð um að amma er hvíldinni fegin, enda komin vel á nítugasta og þriðja aldursár...en ég finn fyrir söknuði eftir Ömmu Fanney...... sem alltaf átti litla kók í gleri í ísskápnum sínum........ Blessuð sé minning ömmu minnar....
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran/Gunnar Dal)
Athugasemdir
Alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um.
Votta þér samúð mína
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 14:16
Samhryggist þér innilega Fanney mín
Marinó Már Marinósson, 15.5.2008 kl. 23:22
Elsku Fanney ég samhryggist þér innilega
Kveðja Auður Lísa
Auður Lísa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:54
Samhryggist, elsku Fanney mín, allir sem eru nærri þér og þú missir eru gulls ígildi, það er ekki spurning. Hugaður lausnamiðað og jákvætt og þakkaðu fyrir það sem var. Hugsa til þín, ljósið.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.