3.5.2008 | 11:57
Toppurinn á tilverunni....
Ég er gjörsamlega gagntekin...... altekin..... heltekin..... tekin í framan....yfir þessu litla kraftaverki..... Ömmuhlutverkið á hug minn allan þessa dagana...... ég er allveg að finna mig í þessu hlutverki.... mér finnst ég vera svoooo rík.......
En lífið heldur jú áfram... þótt ótrúlegt sé............. í kvöld þegar ég kem í sveitina aftur....eftir að hafa knúsað og kjassað litla ömmukrúttið.... þá ætlum við að skella okkur að Kúrekaball á Hestheimum...... er búin að finna gallann..... ekta kúrekahatt..... töff kúrekastígvel....gallabuxur og skyrtu...... og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að maður sleppi ekki aðeins fram af sér beislinu...... línudansandi amma í fullu fjöri....... er til nokkuð smartara en það....
Athugasemdir
Hvernig er hægt að vera annað en gagntekin af svona krútti?
Góða skemmtun í kvöld
Hrönn Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 16:43
Hún er nú svolítið lík amma sín. Sjáðu bara nebbann! Rík ertu.
Marinó Már Marinósson, 4.5.2008 kl. 19:07
jamm, til hamingu stelpa. ef það er tími til að dansa, þá er það núna.
amma cowboy.
arnar valgeirsson, 5.5.2008 kl. 21:50
....ég verð nú samt að bæta við....
Línudans er með hallærislegri dönsum - allir svo eins! Ég hníg niður í hvert sinn sem ég sé þetta eða þarf að taka þátt
Enda aldrei verið gefin fyrir að vera eins
Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:02
Elsku Fanney til hamingju með að verða amma :) og góða skemmtun á ballinu.
Auður Lísa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:02
Það er sko alltaf tími til að dansa Arnar.....
Hrönnslan mín.... ef þér finnst línudans hallærlislegur er það vegna þess að þú hefur ekki séð mig dansa hann.......
Auður Lísa..... gaman að heyra frá þér...... og takk takk...
Marinó... litla krúttið er að sjálfsögðu eins og amma sin...... róleg, þæg og góð...
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:16
Innilega til hamingju með ömmubarnið! Ég er viss um að þú hafir verið lang flottust á ballinu!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.