28.4.2008 | 20:57
í sveitinni......
Hér...eins og annars staðar er allt að kvikna til eftir vetrardvala...um helgina var þetta yndislega gluggaveður en svo nísti kuldinn inn að beini þegar út var komið.......þannig að mín hélt sig að mestu innan dyra og þóttist hafa yfirdrifið nóg að gera.......enda er maður svo sem aldrei aðgerðarlaus á heimili þar sem tveir kettir og hundur þvælast inn og út..... svo ég tali nú ekki um Bóndann sem á sér aldrei dauðann tíma...... hann mokar undan hrossunum ...ég moka undan hinum........ annars er dýralífið hér með allra skrítnasta móti..... væri allveg efni í doktorsritgerð að fylgjast með og stúdera atferlið...... hér er t.d Haninn frægi.... þessi samkynhneigði..........hér eru einnig tveir kettir sem eiga hvor við sína átröskun að stríða...... Annar er svo feitur að hann þyrfti svona hjáveituaðgerð ef vel ætti að vera..... ég keypti spes fóður fyrir hann....allveg rándýrt..... en það er svona diet-fóður fyrir ketti..... hann lýtur helst ekki við því..... en étur það ...ef ekkert annað er í boði...... Fríða litla..... nýjasti fjölskyldumeðlimurinn...... er svo lítil og mjó... að það jaðrar við að hún sé einungis sýnishorn af ketti..... hún er á svo fínu kettlingafóðri að maður finnur lyktina af hitaeiningunum alla leið inn í rúm......... hún fussar og sveijar við dýrðinni.... en notar hvert tækifæri til að stelast í megrunarfæði fitubollunar........... þannig að ég stend frammi fyrir því..... að þurfa að standa yfir dýrunum á meðan þau éta....og þá helst sitt í hvoru lagi....... en þá man ég allt í einu ...... hey.... ég bý í sveit..... og þar eru kettir.... KETTIR... hvorki meira né minna...... minnug þess ..... þegar bóndinn á Hestheimum komst að því í vetur að ég fór aldrei að heiman án þess að hafa tíkina með...... í hundabúri afturí....... "Fanney.... í sveitinni eru hundar..... HUNDAR.... hvorki meira né minna.....
Athugasemdir
Hahahaha, þú dekrar dýrin eins og hvert annað borgarbarn, elskan mín, hvuddnin áttu að vera búin að átta þig á´essu, nýkomin í sveitamenninguna? Yndislegar lýsingar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:58
Hvaða hvaða.... Það er nú ekki það sama, hundur og HEKLA ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.