24.4.2008 | 18:32
Sumardagurinn fyrsti :))
Tókum daginn snemma og æddum í bæinn....... við höfðum mælt okkur mót við gönguhópinn Mountain Mama.... á dagskránni í dag var æfingaganga nr tvö í röðinnni... Hópurinn stendur í ströngu við að koma sér í form fyrir sumarið... Í dag gengum við Búrfellsgjána...... afskaplega létt en skemmtilega ganga með frábæru fólki...... Á eftir komum við okkur huggulega fyrir á "Maður lifandi" og snæddum ljúffengan og hollan hádegismat..... |
Athugasemdir
Gleðilegt sumar og takk fyrir frábær bloggsamskipti, dúllan mín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:12
Hvar er Búrfellsgjá?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:51
Búrfellsgjá er í fyrir ofan Heiðmörk... í hrauninu sem tilheyrir Garðabæ....mjög skemmtilegt göngusvæði.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:28
aaaaaaaaaaaaaaa ;) selvfölgelig hvergi nærri Búrfelli......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 22:34
Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Búrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.Sá hraunstraumur sem runnið hefur í Heiðmörk og niður í Garðabæ hefur runnið eftir fallegri hrauntröð sem nefnist Búrfellsgjá. Búrfellsgjá þykir með fallegri hrauntröðum landsins. Gjáin er 3,5 km á lengd með meginstefnu í norðvestur. Búrfellsgjá er mjóst upp við gíginn eða um 20-30 metrar milli barma en breikkar þegar lengra dregur og verður mest 300 metrar.
Og þar hefurðu það..... Hrönnslan mín....
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:43
Samt....
....hvergi nærri mínu Búrfelli.....
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 08:41
og hvaða Búrfell er það Hrönnslan mín ???... Kunnugir segja mér að frá þér þá ættir þú að sjá nokkur Búrfell..... þetta ku vera eitt vinsælasta fjallanafn fyrr og síðar...
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:28
Síðbúnar sumarkveðjur til tilvonandi ömmu í sveitó.
Marinó Már Marinósson, 26.4.2008 kl. 13:21
Komdu bara og sjáðu það sem ég sé!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 21:25
"Mountain mama" ...valdir þú nafnið á hópinn darling ??
Frábær hópur greinilega og góður dagur.
Gleðilegt sumar Fanney og takk fyrir frábær bloggsamskiptin í vetur.
Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.