litlir kassar......

Er búin að vera heima í tvo daga..... verið hálfslöpp þannig að hér hef ég tekið því rólega í sveitasælunni....... að vísu hef ég stolist til að taka upp úr einum og einum kassa....... enda hreiðurgerðin í algleymingi hérna megin við Þjórsána Tounge.... en það er svo merkilegt að um leið og maður er búin að taka upp úr einum kassa þá fylgir annar í kjölfarið...Crying.. minnir pínu á Domino...Woundering.. en nýja heimilið er óðar að taka á sig nýja mynd...Smile... og þetta er bara orðið virkilega hlýlegt og notalegt hér í sveitinni...Heart.. Einkasonurinn fylgdi móður sinni í sveitina, hann ákvað að vera hjá okkur virka daga en vill svo vera í menningunni um helgar...lái honum hver sem vill...W00t....

En ég hef verið að hugsa svona hitt og þetta þessa undanfarna daga...... ég afhenti íbúðina í Kópavoginum á mánudaginn og á þar af leiðandi ekkert fast aðsetur í bænum.....og vitiði að það var bara furðu mikill léttir....... en ég hafði átt von á smá eftirsjá...... en ég fann til léttis...... já það er margt skritið í kýrhausnum..... og svo sem í mínum haus líka....Whistling....... En nú hef ég búið á tveimur stöðum í töluverðan tíma..... eina viku hér og eina viku þar..... mér hefur liðið pínu eins og skilnaðarbarni..... sem er eina viku hjá mömmu og eina viku hjá pabba....Woundering... og þetta er langt í frá að vera létt..... að búa svona....meina ég...... nú er ég fullorðin einstaklingur og ræð mér sjálf, get farið þegar ég vil og komið þegar ég vil, ég er ekki háður einum eða neinum til að koma mér á milli staðar og svona mætti lengi telja...Errm.... eftir þessa reynslu þá ber ég takmarkalausa virðingu fyrir þeim börnum sem búa við svona raunveruleika..... tek ofan hattinn fyrir þeim...InLove...

Setti bjöllu á kettina í dag...Cool.. þar sem það styttist í að þeir fari að stinga sér út á daginn...... Bono, sá eldri, hefur ekki farið út fyrir hússins dyr í marga mánuði enda kanski ekkert veður til þess...Errm... en Fríða, sú litla, hefur barasta aldrei farið út fyrir hússins dyr..LoL.. þannig að hún er mjööög hneyksluð á mér ... nú hleypur hún um.....allveg spinnigal úr pirringi ...yfir þessari árans bjöllu sem hangir um hálsinn á henni....Pinch... en hún fyrirgefur mér...Tounge.. vona ég...Joyful..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með þetta alltsaman, ljósapera!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hvað ég hlakka til að sjá.........

Skilaði Bóndinn kveðju minni? Hann var nú öllu minna stressaður í dag enda ekki á hlaupum eftir eyðsluóðri kjéddlingu

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk Guðný Anna....

Hrönn mín.... jú takk fékk skilaboðin.... ohhh ég get ekki beðið eftir því að þú heiðri mig með nærveru þinni hér í sælunni....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju með nýja heimilið og skilin á því gamla þó margt sé skrýtið í kýrhausnum þínum

arnar valgeirsson, 16.4.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eruð þið með kýr þarna ?  Ef svo, eru þær þá að haga sér eitthvað einkennilega ?  Æ, ég bara spyr svona. 

Anna Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Nei Anna mín við erum ekki með neinar kýr hér í sveitinni.... ég hef bara bætt svona á mig.......... nei ég bara segi svona.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:46

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 18.4.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband