29.3.2008 | 10:53
Flakkarinn.....
Það er óttarlegt flakk á mér þessa dagana, á milli sveitarinnar og höfuðborgarinnar.... eiginlega syndsamlega mikið ef horft er á það hversu olíulíterinn hefur hækkað að undanförnu....og þar sem ég, í ofanálag, var gripin af laganna vörðum um páskana fyrir of hraðan akstur... þá fer maður að efast um að konan hafi greindarvísitölu í nægilega háum skömmtum til að geta tileinkað sér listina að spara......... En svona til að halda uppi vörnum fyrir sjálfan mig...... þá er þetta af íllri nauðsyn sem ég er á þessu flakki á milli .... það nefninlega styttist óðum í afhendingardag..... þannig að mér er ekki til setunnar boðið , enda situr bóndinn þar í augnablikinu........og ég verð víst að halda rétt á spöðunum ef mér á að takast að koma mér og mínu hafurtaski út áður en nýjir eigendur flytja inn............og í þeim töluðu orðum er ég rokin...... hvur veit .....kanski ég finni bökunarilm leggja frá húsi vinkonu minnar á Selfossi þegar ég renni þar framhjá að góðu dagsverki loknu........... over and out... |
Athugasemdir
Æj hvað það væri nú gaman...........
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 12:06
Leyfðu mér að fylgjast með: 1) hvert eruð þið að flytja? 2) hvar ertu að vinna? 3) geturðu fyrirgefið fyrrum samstarfskonu og ævarandi sálarsystur forvitnina?
P.S. Er Hrönn dugleg að baka?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:44
Sko.... 1) ég er að flytja í sveitina, einkasonurinn í Skerjafjörðinn. 2) ég er að vinna á Kleppi........3) þér er fyrirgefið...... þetta er ekki forvitni.... þetta er áhugi....... og að síðustu.... Hrönn er mjöööög dugleg að baka....
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:28
Frábær færsla
Gangi þér vel snúllan.
Bið að heilsa í bökunarilminn
Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 13:35
Takk fyrir upplýsingarnar elskan mín ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:04
....já takk senda mér hitt grínið á sænsku. martahelga@gmail.com
Marta B Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.