Hugleiðing um hlutverk.....

Ég er búin að liggja í einhverjum flensuskít síðan á þriðjudag...Frown... hef sennilega náð mér í þennan fjanda á einhverju mannamótinu um páskana....Gasp.... það getur verið áhættusamt að vera félagslyndur...Woundering.. en maður tekur nú áhættuna...Whistling.. spennufíkill eins og maður er....W00t...

Er þessa dagana í óða önn að máta mig í nýtt hlutverk........ innan fárra vikna öðlast ég titil sem ég ber mikla virðingu fyrir........ Ömmutitilinn.....InLove..Fór til augnlæknis um daginn þar sem ég var farin að finna tilfinnanlega fyrir því að ég sá orðið ver en áður...Tounge...og viti menn... ég er komin með fyrsta ömmuáhaldið.... lesgleraugu...W00t... á kvöldin sit ég sveitt og prjóna á krílið, átti í fyrstu erfitt með að ákveða hvað ég ætlaði að prjóna....... endaði svo með tvær flíkur sem ég prjóna hvora í kapp við aðra.......W00t..... og er hálpartinn í kapp við litla ömmukrílið sem stækkar og dafnar og virðist stundum eins og henni liggi þessi ósköp á að komast í heiminn...... en mömmu hennar hefur verið skipað að taka því rólega, minnka við sig vinnuna og "anda með lungunum"......... Je minn eini...... hvernig amma skyldi ég verða....... þessi stjórnsama og afskiptasama...Pinch.... eða þessi hlyja og yfirvegaða....Halo..... ekki gott að vita....... kanski ég fái bara einfaldlega nafngiftina "Amma Gella"...... eins og barnabörn Bóndans kalla Ömmu sína..... mér finnst það svo sætt..... og að sjálfsögðu ber hún nafn með renntu.......Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú verður örugglega flott amma og líka allt sem þú taldir upp neðst í greininni.  

Marinó Már Marinósson, 28.3.2008 kl. 00:47

2 identicon

Ég held Fanney mín að þú verðir þessi skemmtilega uppátækjasama amma sem verður svo spennandi að vera hjá.

kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú verður þessi stjórnsama, afskiptasama amma, sem stjórnar með hlýju og bakar og prjónar á meðan

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband