21.3.2008 | 13:38
Sinn er siður......
Var í fermingarmessu í Hafnarfjarðarkirkju í gær, sem ekki er í frásögufærandi ... nema hvað ég var hugsi yfir því hversu ílla við erum að okkur í siðum og venjum innan kirkjunnar. Í gær voru 25 börn fermd í þessari umræddu kirkju og kirkjan þvi þétt setin af stoltum aðstandendum ungmennana sem nú ætluðu sér að staðfesta skírnina og komast í kristinna manna tölu. Í svona athöfnum sem og öðrum kirkjulegum athöfnum á söfnuðurinn að standa og sitja á vixl allt eftir aldagömlum siðum og venjum kirkjunnar.... Það var allveg auðséð að megin þorri þeirra sem þarna var staddur í gær, og þar meða talin ég hefur ekki hugmynd út á hvað þessir siðir og venjur ganga hvað þá að það viti hvenær það á sitja og hvenær það á að standi´...Í byrjun fór um mig svona kjánahrollur... en svo áttaði ég mig á því að ég get ekki tekið ábyrgð á því að heill söfnuður sitji og standi eftir kúnstarinnar reglum..... svo mikið hef ég lært á fundunum hjá Al-Anon..... Kanski það þurfi að koma skýrar fram í messuskrám hvenær fólk á að sitja og standa....... Predikun Sr.Þórhalls Heimissonar var mjög skemmtileg og hæfði tilefninu vel......
Í kvöld er ég að fara í fimmtugsafmæli hjá góðri vinkonu minni, ég ætla að gefa henni tveggja sólahrings gamla hænuunga,svona litla gula hnoðra...... Er það ekki allveg tímanna tákn að maður skaffi sér varphænsn í garðinn hjá sér eins og allt er að hækka .... hvað vitum við hvar þessi ósköp enda.... og þá er nú gott að geta átt varphænur í garðinum ....og þar með ...fullt hús matar....
Athugasemdir
Rosalega þekkirðu gamalt fólk......
Góða skemmtun
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 18:28
Eggjandi afmælisgjöf. Góða skemmtun !
Anna Einarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:01
var að koma úr afmælinu..... rosa fjör,,, eignaðist fullt af nýjum vinum..... fékk meira að segja tilboð um að halda afmælisræður í afmælum sem verða á næstunni eftir að ég flutti afmælisræðu til afmælilsbarnsins í kvöld......
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.3.2008 kl. 03:47
Skemmtileg gjöf hjá ykkur mjög fumleg. Var bara að pæla aðeins í prestinum sem fermdi blessuð börnin..........er ekki Heimir Þórhallsson látinn? ertu ekki að meina son hans Þórhall Heimisson? Bara smá athugasemd...........Heimir Þórhalls gifti mig á sínum tíma og lést nokkru síðar ekki furða, hefur séð að það var ekkert vit í þessu hjónabandi.......hehe
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:56
Gleðilega páska, krútta kær, kannski bið ég þig um að halda ræðu í ammmmmælinu mínu, viss um að þú heldur heimsins skemmtilegustu ræður !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:52
PS: Það varf áður en ég fór að hlýða mömmu minni. Þá var ég einu sinni sem oftar með mömmuj í kirkju og pabbi að syngja í kórnum. Þegar byrjaði þetta að standa upp og setjast niður og guðspjallamaðurinn mattías og allt það... sagði ég víst stundarhátt: "oh, byrjar allt þetta djöf... standa og sitja vesen....." Svo fór ég að hlýða mömmu minni og nú hugsa ég þetta bara með sjálfri mér. Í hvert einasta skipti sem égkem í krikju.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:55
Hamingjan sanna... hér er maður farin að reisa presta upp frá dauðum og alles..... bið alla hlutaðeigandi innilegrar afsökunar...... ég átti hér að sjálfsögðu við Sr Þórhall Heimisson sem er jú sonur Heimis Þórhallssonar.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.3.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.