6.3.2008 | 15:37
Glaðar Kvinnur.....
Var með "saumaklúbb" heima hjá mér í gærkvöldi Við eru ellefu eldhressar stelpur sem erum búnar að þekkjast síðan við vorum mjög ungar...... Við stofnuðum þennan félagsskap þegar við vorum 15 ára og völdum að kalla hann "Glaðar kvinnur"..
...enda erum við allar með hressari konum...... og myndarlegar erum við...ekki að spyrja að því...... bæði í orði og borði......Við höfum frá upphafi verið virkar við að halda hópinn og halda upp á vinskapinn hvenær sem færi gefst..... T.d hefur fyrsta helgin í febrúar verið "heilagur" tími klúbbsins en þá blótum við þorra.... þó að undanfarin ár hafi þorramaturinn vikið fyrir mun kræsilegri veitingum
. Makarnir hafa jafnan skipað veglegan sess í félagsskapnum en þeir koman nú og fara hér eins og annarsstaðar....
.......
Eins og góður vinahópur þá höfum við gengið í gegnum bæði súrt og sætt saman og það hefur verið ómetanlegt að eiga svona stóran vinkvennahóp sem flykkir sér á bak við mann hvort sem er í mótbyr eða meðbyr....... Mér finnst ég allveg ótrúlega rík að þekkja þessar stelpur sem eru eins misjafnar og þær eru margar...... en eiga það svo sannarlega sameiginlegt að vera algjörlega gjörsamlega FRÁBÆRAR...... takk fyrir að vera til..... Glaðar kvinnur......
Læt fylgja mynd af vinkonum mínum, og einstaka maka með, en myndin var tekin fyrir u.þ.b. ári síðan en þá var árshátiðin okkar helguð Höttum.......
Athugasemdir
Góð mynd af þér Fanney..... ég þekkti þig strax á hattinum.
Og það segirðu satt..... góðir vinir eru gulli betri.
Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:15
Rosalega fín mynd af þér Fanney!!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2008 kl. 20:49
Já, Fanney takk fyrir öll góðu árin í glöðum kvinnum. Ómetanlegt að´eiga góða vini.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:46
Já hatturinn kemur upp um kellu
En það er yndislegt að eiga góða vini sem eru vinir í raun, þeir nebblega liggja ekki á lausu, svo mikið er víst
Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 23:10
Væri sko alveg til í að vera í saumaklúbb með þér ..... Mikið held ég að málin séu krufin, fundin skoplega hliðin á þeim og svo öllu snúið á besta veg. Svona eins og þetta á að vera. Koma tímar, koma ráð. Klúbbur fyrrum Kleppara verður kannski einhvern tíma stofnaður ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 18:36
Já þið eruð bara flottastar - get rétt ímyndað mér stuðið hjá ykkur - svona miðað við það hvernig ég minnist ykkar flestra frá gömlum dögum í Hafnarfirðinum.
Kveðja Guðrún Árna
Guðrún Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.