Helgin hefur....

.....verið allveg ágæt... ef frá er talin þrálátur höfuðverkur sem hefur verið kvelja mig alla helgina..... kanski það sé komin tími á að panta tíma hjá augnlækninum..Cool..

Í rúmt ár hef ég stundað nám, samhliða vinnunni, þetta var vinnutengt námskeið, þjálfun og faghandleiðsla sem heitir Fjölskyldubrúin.

Fjölskyldubrúin er sértækur stuðningur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við geðræna erfiðleika. Áherslur stuðningsins eru á þarfir barnanna, verndandi þætti og jákvæða lífsleikni. Foreldra eru studdir til að geta sjálfir rætt við börn sín um geðrænu erfiðleikana og áhrif þeirra á daglegt líf barnannna.

Í þetta rúma ár höfum við unnið saman í pörum, og hitt fjölskyldur vítt og breitt um landið og boðið þeim upp á þennan stuðning. Þetta hefur verið ótrúlega gefandi og skemmtilegur tími og gaman að sjáog upplifa hvernig þetta módel virkar. Það er hverjum fagmanni hollt að "hoppa" úr hlutverki fagmanns af og til og vera fjölskyldum stuðningur, eða öllu frekar hjálp til sjálfshjálpar.

Á föstudaginn var svo formleg útskrift eftir þessa 12 mánaða intensívu vinnu, útskriftarhópurinn brá undir sig betri fætinum eftir athöfnina, og skellti sér á 101 til að sýna sig og sjá aðra.....

Guðrún og Ég

 

 

 

 

 

Í gærkvöldi skellti ég mér á Hellu og sótti nýjan langþráðan loðin fjölskyldumeðlim.......InLove... Hún fær sennilega nafnið Fríða...enda með einsdæmum fríð.....

Fríða litla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju dúllan mín. Alltaf gaman að uppskera árangur erfiðis síns. Jafnvel þótt erfiðið sé skemmtilegt.

Hrikalega er hún mikið rassgat litla hnoðran. Þetta endar með því að ég fæ mér kisu líka....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband