Spakmæli vikunnar.....

 

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og

flensa.

Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram

að brosa.

Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.

Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá

laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.

Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og

skildi þá hversu mikils virði það er.

Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.

Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af

stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn.

 

 

BROSTU

 

SmileSmileSmileSmileSmileSmileSmileSmileSmileSmile

 

sænskar kvinnor við Gullfoss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sérstaklega ef það er jafn smitandi og þitt

Frábær mynd! Hvar er hún tekin? 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

já eða þitt Hrönnslan mín......

Myndin er tekin þegar ég fór með sænskar skólasystur mínar í öskurterapíu á Gullfoss hér um árið..... 

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband