Líf eftir Þorrablót....

Jæja þá hefst hið margumtalaða "líf eftir þorrablót....."..W00t . en þorrablótið margumtalaða var um helgina..... Það var bara regluglega vel heppnað og við sem í skemmtinefndinni voru ....slógum eftirminnilega í gegn...Wizard Þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt í undirbúningi á ekta "sveitaþorrablóti" þar sem flestir sveitungarnir mæta í sínu fínasta pússi með búsið í poka og horfa með "áfergju" á heimatilbúin skemmtiatriði, skemmtinefndin hefur lagt sig í líma við að fiska upp eftirminnilega atburði úr daglegu lífi sveitunga sinna og snýr því um miskunarlaust grín..Wink ...Allveg hreint ótrúlegt ímyndunaraflið sem fólk hefur og húmorinn er ekki af skornum skammti... því get ég lofað ykkur...... Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel..Grin .  en mikið lifandi skelfingar ósköp var ég stressuð rétt áður en við stigum á svið og létum ljós okkar skína.....  það flaug nokkrum sinnum í gegnum huga mér.......hversu auðvelt það er í raun og  veru að fá mig til að taka þátt í allskonar vitleysu...... komandi inn á svið í mínu fínasta pússi á leikfangabíl og heimta afgreiðslu.....eða koma fram á sviði.... í hlutverki hljómborðsleikarans í "Hei, hei hei, hó, hó, hó " slagaranum og allveg gjörsamlega missa sig í svona "Wanna be".... stjörnu...... En upp úr stendur að ég skemmti mér allveg stórkostlega og væri allveg til í að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri....... Haldiði að þetta gæti verið merki um athyglissýki...Whistling ... eða kanski skort á dómgreind.....Pinch

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

vonandi ekki skort á athyglissýki og þokkalega dómgreind. nema þú hafir verið búin með búsið í pokanum.

á eftir eitt stykki þorrablót, svarfdælingar í borginni..... sjitt hvað þetta lið þarf alltaf að syngja ótrúlega mikið. maður hefur varla tíma til að drekka.

arnar valgeirsson, 12.2.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að taka þátt í svona, sýnir bara að þú ert eðlileg.  Þetta er nú langtum heilbrigðari skemmtun heldur en dansleikirnir í höfuðborginni þar sem konurnar líta út eins og páfagaukar, þegar þær eru búnar að skreyta sig.  Vona að ég móðgi engan.   

Anna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

thihihi.... Anna mín..... ég held þú móðgir engan...... því samlíkingin er bara skrambi góð.......

Arnar .... búsið í pkanum....hmmm..... það kom sér nú vel að hafa það með til að væta kverkarnar eftir allan sönginn... eða var það fyrir sönginn......

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Loksins, loksins! Ég hélt þér hefði kannski verið stolið á þorrablóti! Gaman að heyra að skemmtinefndin stóð sig vel. Átti svosem ekki von á öðru - ekki þegar þú átt í hlut

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband