7.2.2008 | 18:59
ófærð, ófærð og aftur ófærð......
Nú fer þetta að hætta að vera fyndið...... ég er veðurteppt í bænum... ...... var komin upp að Rauðavatni en þar stóð lögreglan með blikkandi ljós og alles og varnaði því að fólk héldi út í óvissuna..... það var allveg sama hvað við bárum okkur aumlega..." Við verðum að komast austur að gefa hrossunum "... eða .." það er þorrablótsæfing í kvöld....og við verðum að vera þar..."... allt kom fyrir ekki...... Hellisheiðin er lokuð og Þrengslin eru lokuð ...og verða lokuð allavega næstu klukkustundirnar......þannig að það er lítið annað hægt að gera en að hreiðra um sig í Kópavoginum, kveikja á kertum og horfast í augu............ en mér er spurn....hvenær ætla þessi ósköp að taka enda..... ég er ekki allveg að fíla þessa veðráttu....ekki svona lengi, ekki svona mikið.....
nei mætti ég þá frekar biðja um vor eins og Guðrún bloggvinkona mín er að lýsa í sínum pistli ........ en það hlýtur að koma hér á landi eins og annars staðar í heiminum.....kannski svona í júlíbyrjun....
Athugasemdir
Manni er aldrei sýndur neinn skilningur!! Ég meina ÞORRABLÓTSÆFING!! Það er bara fátt meira áríðandi.....
Ætla þeir kannski að performa þegar þið munið ekki rulluna? Maður spyr sig.....
Hafiði það gott í Kópavogi!!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 19:23
Sástu kettlinga-auglýsinguna við kettlinga-færsluna þína ?
Eru augun hans falleg ?
Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:15
Já, aldrei maður ekki neitt, sérstaklega ef það sé hættulegt ... eins og maðurinn sagði í sjónvarpinu um daginn (einn gáfuboltinn) - hvílíkt óréttlæti. Nú fer að hlána og snjórinn að minnka og svo kemur bráðum vor á vanga, við Laugaveg förum að spranga og flugur að fanga.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:02
Mar er sko næstum veðurtepptur innan borgarmarkanna ..hvað þá
Marta B Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 21:22
...kveikja á kertum og horfast í augu.... Þú gerir þetta svo fallegt að mig langar eiginlega bara að veðurteppast og hengja mig á einhvern í Kópavogi
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:30
Ég var að segja henni hvar hún getur fengið kettling..... en hún sér það ekki meðan hún horfir bara í augun á honum.
LESA BLOGG LÍKA FANNEY ...
Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:42
Anna mín Anna mín.... ég sá kettlingaauglýsinguna..... en mér er tjáð á mínum heimaslóðum að "það sé líf eftir þorrablót"...og þá geti ég farið að kíkja allvarlega í augun á yndislegum kettlingum........ og JÁ..... augun hans eru falleg........... en ég tel dagana þar til ég fæ yndislegan kettling í hálsakotið..... mmmmmm
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:34
Æ, já hvenær kemur vorið eiginlega Til hamingju með söluna á íbúðinni litla sveitastúlka...
Birna (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.