3.2.2008 | 13:18
vetur,vetur, vetur.....
Lagði í´ann suður yfir heiðar laust eftir hádegi í dag..... var komin rétt sunnan við Þingborg þegar bíllinn fór að láta ófriðlega.... ég er ekki allveg að digga þennan vetur..... ef það eru ekki vetrarharðindi sem standa í vegi fyrir því að ég sinni erindum mínum í höfuðborginni .... nú þá er það bíllinn sem er með stæla..... sem sagt það kviknuðu þarna einhver ljós í mælaborðinu og ég hringdi í bóndann til að ráðfæra mig við hann....... "Hmmm Já "... sagði hann spekingslega..... " Þú verður eiginlega að snúa við...... það þarf að herða upp viftureimina...."..... .... akkurat.!!!!!.... bíllinn og bóndinn eru semsagt í einhverju platónisku sambandi og geta sagt til um líðan hvers annars í fleirri kílómetra fjarlægð frá hvor öðrum........ .... ég náttúrulega snéri við.... ég meina maður ber nú virðingu fyrir svona sambandi.... þegar ég kom heim að bæ....v ar bíllinn úrskurðaður óökuhæfur..takk fyrir......
Nú voru góð ráð dýr...... ég varð að komast í bæinn með einum eða öðrum hætti...... ef ekki í dag þá alla vega á morgun....... dóttir mín..... þessi sem ætlar að gefa mér ömmubarn í vor...... stendur í flutningum í dag... og þar átti ég að gegna veigumiklu hlutverki...... þannig að ... eins og áður sagði.... ég verð að komast í bæinn....... ég,ásamt dóttur minni lögðumst í þankagang ....... og komumst að niðurstöðu...... sem er sú ....að nú eru feðgarnir....... minn fyrrverandi og einkasonurinn á leið austur fyrir fjall í björgunarleiðangri.......
Allt er gott sem endar vel....... og nú er ég búin að gera rjómabollurnar klárar, hella upp á kaffið og nú er beðið eftir feðgunum.......
Athugasemdir
hehehehe frábært!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 13:41
er komin í sveitina mína aftur..... flutningarnir hjá dóttur og tengdasyni gengu eins og í sögu......og ferðalagið yfir heiðina...loksins þegar ég komst...... eins og að drekka vatn......
Fanney Björg Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:54
Krúttið mitt kæra .... .... bolla, bolla, - ég man nú þá tíð að við úðuðum í okkur rjómaklessum í matsalnum á Kleppi ! Gott var á Kleppi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:46
Til hamingju með kaup og sölu og vonandi færðu kisukrúttið bráðlega. Hér í Glostrup úðuðum við líka bollum í okkur í gær. - Nammi - namm.
Guðrún Árnadóttir, 4.2.2008 kl. 17:18
Leit við til að bolla þig bara svona pínu oggo lítið
Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 23:32
mmmmm ég át yfir mig af bollum í gær..... enda búin að ná af mér þessum tveimur kg sem áttu að fjúka í jan mánuði og 500 gr betur....... varð að éta á mig þessi 500 aftur til að halda áætlun....... 2 kg á mánuði fram til 1.mai.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:02
Unnur R. H., 5.2.2008 kl. 16:49
Ertu búin að finna kisu?
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:40
Er ekki komin tími á að kvitta fyrir sig og gera sig loksins sýnilegan hér í bloggheimum Gaman að lesa pistlana þína.
Sonja I Geirsdóttir, 6.2.2008 kl. 01:11
Guðrún - Hrönnslan er búin að benda mér á dýrgripi í sveitinni.... en bóndinn segir að það komi ekki köttur inn fyrir hússins dyr fyrr en eftir þorrablót....... alltaf sami yfirgangurinn í þessari bændastétt
Sonj - Gaman að heyra í þér....... og flottir kjólarnir þínir.... maður minn.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:03
2 kg á mánuði er planið hjá mér líka frá áramótum.
...ég held áætlun í jan en geri ekkert rumlega það sko
Marta B Helgadóttir, 6.2.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.