Er búin að....

......... standa í ströngu þessa vikuna..... seldi bæði og keypti fasteign  Smile...... allveg merkilegt hvernig örlögin geta gripið í taumana og hvernig skemmtilegar tilviljanir koma og fara í lífinu. Ég er búin að vera með íbúðina mína á sölu síðan um miðjan nóvember og lítið sem ekkert að gerast á þeim markaði lengi vel....... en á föstudaginn í síðustu viku..... daginn sem ég sat veðurteppt á Selfossi Pinch... fékk ég símtal frá fasteignasölunni og mér tilkynnt að mjög spennandi tilboð hafi borist í eignina....W00t... þannig að ég hreinlega VARÐ að komast til byggða..... tilboðið reyndist síðan allveg þess virði að hafa hætt lífi og limum til að skoða það nánar...W00t.....ég var svo í vikunni sem nú er að líða undir lok, búin að vera að kíkja í kringum mig eftir heppilegri íbúð til festa kaup á...... datt niður á eina sem ég varð hreinlega ástfangin af....InLove.... hafði samband við fasteignasöluna á miðvikudeginum og lýsti yfir áhuga á að gera tilboð næsta dag........ bað salann um að gera uppkast af tilboði fyrir mig og ég myndi svo droppa við næsta dag og skrifa undir það....( voða bisí konan hafði ekki tíma til að bíða Whistling )... nema hvað...... fimmtudagur rann upp...... og ég veðurteppt í Ásahreppi....Pinch.. reyndar var allveg yndislega fallegt veður.... en vegurinn niður að þjóðveg allveg gjörsamlega ófær....... öllu nema fuglinum fljúgandi ....  Crying....... ef ég ætlaði ekki að missa af þessari frábæru íbúð.... þá varð ég einhvernveginn að komast til  Reykjavíkur til að skrifa undir tilboðið.......  eins og svo oft áður kemur tæknin til hjálpar þegar maður þarf mest á henni að halda...... og nú var það Faxið sem lék aðalhlutverkið í þessari sögulegu björgun.... og til að gera langa sögu stutta ... þá seldi ég íbúð í 201 og keypti íbúð í 101...... je beibí....Tounge

Nú sit ég í fimbulkulda í sveitinni minni, frostið er í kringum 15 gráður....allveg ótrúlegt...... það brakar svona skemmtilega í snjónum þegar maður gengur .... svona hálfgert ískur..... veit ekki á hvað þetta hljóð minnir mig....... en eitthvað notalegt alla vegana....... og þannig hef ég hugsað mér að hafa helgina...... notalega og kósý........InLove.... eta gott og drekka gott..... vinna með þorrablótsnefndinni og einfaldlega njóta þess að vera til.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú ert semsagt engin sveitastelpa. miðbæjarrotta inn við bein. eða innan við bein.

til hamingju með nýju íbúðina. stutt á barinn...

arnar valgeirsson, 2.2.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju með þetta !  Tilviljanir eru til að grípa þær. 

Anna Einarsdóttir, 2.2.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk takk....

...og Arnar auðvita er ég miðbæjarrotta inn við beinin.... en það er bara soldið langt þangað inn.......en yfir og allt um kring er ég sveitaslelpa enda ætlar einkasonurinn að búa í 101......og það er ekki út af vegalengdinni að næsta bar.... heldur hvað stutt er í  Háskólann...

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með nýju íbúðina.

Og reyndu svo að gera svolítið gys, verandi í þorrablótsnefnd, að manninum sem á heima við afleggjarann, þarna þú veist, við hliðina á þar sem maður beygir að bænum þarna.... hvað hann nú heitir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég var einmitt að reyna að muna í morgun hvað brakið í snjónum minnti mig á! Ég mundi það ekki en eitthvað skemmtilegt var það...............

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 14:28

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahaha...akkurat Hrönnslan...... svona er þetta einmitt hjá mér í þessari annars frábæru nefnd...... ég hef ekki hugmynd um hvað fólkið er að tala eða hverjum er verið að gera grín af.... en ég hlæ allveg eins og hross í afmæli fyrir því...... þetta er svo gaman.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband