Einn góður á mánudegi:))

Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum pokanum og 5000 kr. seðlar flugu úr pokanum endrum og eins.

Eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk því upp að konunni; "Góðan daginn væna mín", sagði hann, "hefur þú tekið eftir því að það fjúka 5000 kr seðlar úr pokanum þínum" ?

Konan stoppar og lítur bakvið sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna.

" Æ takk fyrir væni minn" stundi sú gamla "Ég ætti að drífa mig í að taka þá upp".

Þegar hún ætlar að beygja sig niður og taka upp seðlana,stöðvar lögregluþjónninn hana.

"Engan asa væna mín, hvernig stendur á því að þú ert með fullan poka af 5000 köllum.... varstu að ræna banka" ?

Gamla konan brosti... " Nei nei það gerði ég nú ekki..... en það vill þannig til að bak við garðinn minn er fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin mín, svo ég tók upp á því að standa þarna hjá með garðklippurnar og segja "5000 kall eða ég klippi hann af "...

"Jahá.... þetta er athyglisverð hugmynd ", sagði lögregluþjónninn hugsi... " En hvað ertu með í hinum pokanum " ???

...." það eru ekki allir sem borga"....... svaraði sú gamla og kímdi.....   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hóst

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Marinó Már Marinósson, 29.1.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 29.1.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

 

Guðrún Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband