8.1.2008 | 19:36
Jæja....
... þá er árið farið af stað og farið að taka á sig hversdagslegan blæ...lífið er óðara að færast í sitt fyrra horf og rútínan að hrökkva í gang.......... það er nú samt ýmislegt sem er öðruvísi í dag en það var fyrir áramót..... til að mynda hefur fækkað tilfinnanlega í iðjuþjálfahópnum á Kleppi ..... en nú er svo komið að í dag er þar starfandi einn iðjuþjálfi....... ég sjálf.......
....mér til fulltingis hef ég sex dygga aðstoðarmenn..... án þeirra yrði sjálfsagt að loka sjoppunni
.... þannig að eftirvæntinigin fyrir hvern vinnudag er mikil þar sem maður veit aldrei hvað hann hefur í för með sér.... hverskonar vandamál mætir manni og hverskonar lausnir finnast á þeim........ það góða við þetta allt saman er að maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skipta um vinnu því að hver vinnudagur bíður upp á rúmlega handfylli af áður óþekktum aðstæðum þannig að það er engu líkara en að maður fái nýja vinnuveitendur og þar með nýja yfirmenn á hverjum degi.... svo ég tali nú ekki um verkefnin.......
....
En en..... lífið er ekki bara dans á þyrnum þessa dagana....... sveitalífið hefur líka tekið á sig sinn sjarmerandi hversdagsleik með tilheyrandi undirbúningsvinnu fyrir hið árlega þorrablót hreppsins. Í gærkveldi hittist þorrablótsnefndin og hélt áfram með að skipuleggja og skipuleggja ..... í gær fór í gang mikill breinstormur
fyrir skemmtiatriði kvöldsins og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið.....að hlusta á hreppsbúa rifja upp atburði liðins árs og sjá spaugilegu hliðarnar á allt og öllu..... mmmmmm allveg stund sem gefur lífinu gildi...
...Ég hlakka til að halda áfram að vinna með þessu skemmtilega fólki.......
Athugasemdir
Sé þig alveg fyrir mér flissandi og bendandi, að ég tali nú ekki um stjórnandi, þrátt fyrir að vera ekki alveg í nefndinni.........
Sveitalífið á vel við þig.
Hlakka til að sjá þig rúsína
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 21:08
EINN iðjuþjálfi? Ja, öðruvísi mér áður brá. Þá var tíðin önnur, en Gaukur bjó á Stöng og svo framvegis. Þú ert auðvitað margra manna og kvenna maki, elsku dósin mín, um það efast enginn. Já, svona landsbyggðarþorrablótsundirbúningur er alveg stórkostlega skemmtilegur. Góða skemmtun og lengi lifi hverdagurinn!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:26
...landsbyggðarþorrablótssnefndarundirbúningsfundur
alveg viss um að þetta verður skemmtilegt hjá ykkur 
Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.