31.12.2007 | 13:25
Áramót......
Eftir nokkrar klukkustundir mun árið líða undir lok og nýtt ár hefja sitt skeið ...
Árið sem er að líða hefur að nánast öllu leiti verið gott ár,heilsan hefur verið góð hjá mér og mínum, börnin að spjara sig vel hvort á sínu sviði og ég hef haft bóndann minn yndislega mér við hlið ... og er ég smám saman að flytja mig úr höfuðstaðnum, Kópavogi, í sveitina... þannig að ég reikna með því að áður en árið 2008 líður undir lok þá verði ég orðin alvöru sveitakona með hund, ketti, hænur og hesta......
Við höfum ferðast töluvert á árinu, bæði innanlands og utan,við höfum m.a. klifið tvö hæstu fjöll í tveimur löndum, Hvannadalshnúk á Íslandi og síðan börðumst við til síðasta manns upp Himmelbjerget í DK ....
Ég byrjaði að fikta við bloggið á árinu, þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki og endurnýjað kynni við konu sem er mér mjög kær, Hrönn á Selfossi
Ég eignaðist mitt fyrsta hross á árinu, glæsilega meri sem heitir Fiðla.... ég er nú ekkert farin að ríða henni ennþá .... en mér finnst hún aðeins of villt fyrir minn smekk...... Bóndinn er eitthvað að föndra við hana en vonandi verður hún til í tuskið með vorinu..... ....
Kæru bloggvinir óska ykkur gleðilegs árs og þakka skemmtilega viðkynningu á árinu sem er að líða
Athugasemdir
Kæra Fanney.
Sendum þér og fjölskyldu þinni áramótakveðjur. Njóttu vel í sveitinni.
kveðja frá M og börnum
Marinó Már Marinósson, 31.12.2007 kl. 15:24
Dúlludúskurinn minn. Megi nýja árið færa þér frið og fögnuð og mörg ný gæludýr.
Knús á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:09
já, megi 2008 vera býsna næs við þig, til sjávar og sérstaklega sveita...
arnar valgeirsson, 31.12.2007 kl. 17:11
Allra bestu óskir um gleðiríkt, skemmtilegt, fengsælt og hamingjufullt ár þér og þínum til handa, elsku kellan mín. Hlakka til að sjá þig!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:37
Hæ hæ og Gleðilegt ár.
Það styttist sem sé í að maður geti farið að kalla þig dreifbýlistúttu en bara svo þú vitir það að þá er það er sæmdar heiti fyrir dreifbýlingana, þekki það sjálf.
kv. Linda
Linda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.