Jólin..... og litla jólastelpan á Skaganum....

Jólasnjór Jól 2007

Nú eru jólin komin og ...... nánast farin...... og þó.... auðvitað standa jólin allveg framm að þrettándanum en þá verða þau kvödd með tilheyrandi álfasöng og látum.....Wizard

Ég átti allveg yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar...missti mig í öllum kræsingunum og horfi þar af leiðandi löngunaraugum á auglysingar frá líkamsræktarstöðvunum sem nú keppast um athygli okkar sem þurfa tilfinnanlega að losna við eins og nokkur kíló hér og þar....Whistling.....

Jólin í ár byrjuðu með allveg einstaklega góðum fréttum, en kl 12.55 á aðfangadag eignuðust góðir vinir mínir litla jólastelpu..... hún kom í heiminn nokkrum dögum á undan áætlun en ég held að það sé bara góðs viti.... hún fer þá væntanlega sínar eigin leiðir í framtíðinni og lætur engan annan segja til um það hvar og hvenær hún lætur á sér kræla.... ég fór í gærkvöldi upp á Skaga og skoðaði litlu dömuna og hún er algjör gullmoli...... get ekki beðið eftir að fá að spilla henni örlítið...Tounge....

Elsku Jóhanna og Grétar til hamingju með litlu jólastelpuna InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

gott að ég er ekki sá eini sem datt oní nammibauka.

en verð að segja örsögu:

er með litla mynd á hurðinni hjá mér. þrír kallar í kuflum, á úlföldum, nálgast hlöðuræksni undir stjörnubjörtum himni. ein stjarnan skín sínu skærast.

úr hlöðunni heyrast óp (svona texti sko): "jesus christ, it´s a girl"......

minnti mig á jólastelpuna frænku þína. til hamingju með hana. sú á eftir að fá þvílíkt veglegar afmælisveislur sko - þangað til hún fattar allavega ha...

arnar valgeirsson, 30.12.2007 kl. 01:43

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk fyrir það Arnar...... góð saga......

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með litlu jólastúlkubarnið

Þau eru nú líka falleg börnin þín

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....og flott nýja lúkkið

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 18:05

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt ár Fanney og takk fyrir góða viðkynningu á árinu.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband