Nýr titill......eða þannig...

Það er orðið nokkuð langt síðan við borðuðum saman síðast ég og börnin mín þrjú...... en sú stórkostlega skemmtun átti sér einmitt stað í kvöld Grin.... Ég eldaði fisk að hætti hússins, Matthildur gistir jú hjá móður sinni í þessari heimsókn sinni hér á landi... hún var að sjálfsögðu mætt í matinn, Einkasonurinn gaf sér tíma til að líta upp frá tölvunni rétt til að næra sig og síðan mætti parið Oddný og Hallur .... ásamt bumbubúanum..... sem væntanlegur er í snemma í maí á næsta ári.....InLove..... já já haldiði ekki að ég sé að fá nýjan titil....... titil sem ég hef hlakkað mikið til að fá og sem ég mun bera með stolti........ ég er að verða Amma...... hugsið ykkur bara...... ég er að rifna úr monti....enda sjálfhverf með endæmum...... og læt eins og þetta  snúist allt saman um mig..... Oddný mín blómstrar og verður bara fallegri og fallegri....... er hægt að hugsa sér það betra....Heart.... Og nú ætla ég að leyfa mér að gerast væmin...... það er á svona stundu sem maður er svo þakklátur fyrir það sem maður á og hefur..... á þrjú heilbrigð og yndisleg börn, tvo frábæra tengdasyni svo ekki sé nú minnst á Bóndann...og svo litla ömmustelpu á leiðinni.......InLove Kissing......

Jæja áður en ég fer að lita síðuna bleika eða eitthvað enn væmnara þá skelli ég í lás og fer að sofa..... góða nótt......Whistling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Amma!! En frábært og um leið fyndið!! Skil vel að þú látir þetta snúast um þig - um hvað annað ætti það að snúast?

Enn og aftur stórkostlegt - til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vissi alltaf að þú ættir frábæra krakka.    Innilega til hamingju.   Verður flott amma. 

Marinó Már Marinósson, 19.12.2007 kl. 20:30

3 identicon

Hæ hæ

 Takk fyrir síðast.  Kíkti inn á bloggið þitt og eins og þér er von og vísa er ótrúlega gaman að lesa skrifin þín.  Kem til með að kíkja reglulega inn og fá fréttir af þér og þínum.

 Skilaðu kveðju til krakkann frá mér.

 kv. Linda fyrrverandi neighbours :)

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju, ég er alveg viss um að það er skemmtilegt að verða amma.

Marta B Helgadóttir, 19.12.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk takk takk.... þið eruð frábær...... en ég held sjálf að ég verði þrusu amma..

 Linda.... gaman að sjá þig hér..... og sjálf takk fyrir síðast.... alltaf gaman að hittast gerum bara allt of lítið af því...... fixum það....

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:35

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Tala nú ekki um þegar þú verður komin með "þeytarann" á loft, vafin í ál og syngur fyrir ömmubarnið nokkur vel valin lög. 

Marinó Már Marinósson, 20.12.2007 kl. 10:54

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Æ, er ekki nauðsynlegt að setja á sig væmnisvængina stundum? Annars gæti ég farið í langar rökræður um eðli orðsins "væmni" - uppruna þess, tengingar við önnur tungumál, hughrif og hugsanir sem tengjast því. EN ég ætla að hlífa þér við því. Tökum það bara 18.1.2008 kl.1800. Þú veist hvar, nefni engin nöfn. Mér finnst þú svona álíka ömmuleg Rómulús Rómarkeisari. En þú verður alveg örugglega enn betri amma fyrir vikið. Elsku dós, til hamingju með hamingjuna. Njóttu hennar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 00:03

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Fanney. Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband