Staðreyndir....

Var að lesa Vikuna.....og rakst á þessar skemmtilegu staðreyndir sem friða samviskuna..... vona að mér verði fyrirgefið þó að ég "steli" þessari speki og skelli hér inn... Tounge

 

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til inniheldur engar kaloríur.

Því meira sem þú fitar aðra sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.

Matur sem hefur sams konar lit hefur sama kaloríufjölda ( t.d. tómatar=jarðaberjasulta, næpur=hvítt súkkulaði)

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar.

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur, hetur, gos, súkkulaði, og brjóstsykur) sem borðaður er í kvikmyndahúsum eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

Matur sem neytt er af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur

 

... og með þessar staðreyndir í farteskinu held ég brosandi inn í jólin og ét allt sem tönn á festir...... Devil Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það vildi ég að ég væri sofnaður, vaknaður aftur og byrjaður að borða aftur,  segir fræg sögupersóna.  Þetta á við um jólin hið minnsta.

Muna bara að maður lifir til þess að borða.   

Marinó Már Marinósson, 17.12.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband