16.12.2007 | 14:02
Í fyrrinótt...
..... kom frumburðurinn "óvænt" heim í jólafrí.... auðvitað vissu flestir að hún myndi koma heim um jólin en við vorum fá sem vissum að hún kæmi svona snemma......... við fengum skýr fyrirmæli um að láta það ekki fréttast þar sem hún ætlaði að koma fólki á óvart..... sérstaklega litlu systur sinni og karli föður sínum.......... mitt aðalvandamál í sambandi við þetta allt saman... fyrir utan að þegja að sjálfsögðu var það... hvernig í ósköpunum ég ætti að fá fyrrverandi manninn minn og dóttur til að koma í heimsókn til mín á föstudagskvöldi rétt fyrir miðnætti án þess að vekja grunsemdir... .... allt í key með dótturina .... en sá fyrrverandi....hehehehe......... en eins og svo oft áður þá gripu æðri máttarvöld inn í..... og í þetta sinn voru það veðurguðirnir.... allt flug samkvæmt áætlun var eitthvað sem ekki var á áætlun... þannig að hún kom ekki heim fyrr en kl 03.15 um nóttina...........þannig að við mættum bara í sjálfboðin morgunmat heim til litlu systir sem varð heldur betur hissa.......
En það er allveg yndislegt að hafa öll börnin sín svona nálægt sér...... þó að í stuttan tíma sé.....
Athugasemdir
Þetta var skemmtilegt og gaman fyrir ykkur öll. Já ég trúi því að það hefur tekið á að mega ekki segja frá svona skemmtilegu leyndarmáli. En alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka verulega til.
kveðja Marinó
Marinó Már Marinósson, 16.12.2007 kl. 14:36
Njóttu vel
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.