Er komin...

... heim eftir vikulanga dvöl í Danmörku...alltaf gaman að kíkja á Danmörk...InLove.. en nú lögðum við heldur betur land undir fót W00t... byrjuðum á því að keyra til Árósa en þar heimsóttum við Matthildi og Stulla, dóttur og tengdason, stoppuðum hjá þeim í tvo daga..... fórum í bæjarrölt og keyptum jólagjafir og ýmislegt annað smátt og gott Cool

heima hjá Matthildi og Stulla í Árósum   með Matthildi og Stulla í Árósum

Síðan lá leiðin til Hanstholm en aðaltilgangur ferðarinnar var einmitt að heiðra Lilla,bróðir Bóndans, með nærveru okkar í tilefni hálfraraldarafmælis hins fyrrnefnda Wizard... þar lenntum við í þvílíku skralli þar sem danir, færeyingar og íslendingar sýndu á sér sínar allra bestu hliðar... mikið sungið, mikið dansað og mikið........ Grin Grin Grin

En við vorum ekki til Danmörku eingöngu komin til að djamma og versla... nei, nei ..það var sko öðru nær... við notuðum að sjálfsögðu tækifærið og klifum hæsta tinda Danmörku.... nefninlega Himmelbjerget.... og þar með höfum við... Bóndinn og ég.... klifið tvö hæstu fjöll tveggja landa á einu ári...Himmelbjerget í Danmörku og Hvannadalshnúk á Íslandi...Smile Smile Smile ...geri aðrir betur....W00t

toppurinn á Himmelbjerget  Á topp Himmelbj


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jemundur minn hvað hún Matthildur er falleg stúlka

Ekkert smá sem þið eruð dugleg - tvö hæstu fjöllin

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: arnar valgeirsson

velkomin heim. hlakka til að lesa blogfærslur þegar þú ferð til alpanna....

arnar valgeirsson, 11.12.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....en hvort var erfiðara?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 19:30

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hittast? Fljótlega?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 21:56

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Æi takk dúllurnar....alltaf gott að koma heim.....

Hrönnslan mín ..hittingur... endilega sem fyrst..... 

Himmelbjerget eða Hvannadalshnúkur...... hvort er erfiðara.... sko.... það fer nú eftir því hvernig á það er litið.... það var erfiðara að finna Himmelbjerget.... það liggur sko ekkert í augum uppi að um er að ræða hæsta punkt í Danaveldi þegar keyrt er framhjá......

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Velkomin heim. Gaman að sjá myndirnar þínar og takk fyrir að deila þeim með bloggvinunum.

Marta B Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkomin heim, krútt. Þú ert mikil afrekskona, það hef ég alltaf sagt, og ekki einu sinni verið að djóka. Semsé "án gríns".  Þetta hefur verið dúndurferð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.12.2007 kl. 10:47

8 Smámynd: Unnur R. H.

Velkomin heim, gaman að það var gaman Er farin að kvíða fyrir ferð minni í danaveldi um jólin...Ef Kári hættir þessu ekki, þá segi ég STOPP hehe. Takk fyrir að vera þú

Unnur R. H., 13.12.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband