Sit hér......

... fyrir framan tölvuna, með hárið í allar áttir, er í náttsloppnum og sötra  gott kaffi.... laugardagsmorgnar.... ok... laugardagar eru yndislegir...Heart. sérstaklega eftir frekar erfiða og stressandi vinnuviku Pinch...er búin að vera með dúndrandi höfuðverk alla vikuna sem eingöngu má rekja til streitu Sideways..... en en svona er lífið stundum, lætur aðeins finna fyrir sér...

Annars var vinnuvikan langt frá því að vera alslæm... svona þegar á heildina er litið.... Í vikunni stóð nefninlega D-13 fyrir "leynivinaviku" og er það búið að vera aldeilis gott krydd í tilveruna..... þetta er svona leikur þar sem allir liggja undir grun um að vera "vinur" manns .... á morgnana beið oftar en ekki lítill pakki með skemmtilegri orðsendingu frá vininum og manni hlýnaði um hjartarætur og hjá sumum var ekki laust við að í augum glitti í tár....... Í gærkvöldi var svo jólaboð deildarinnar og þá fékk maður úr því skorið hver leynivinur manns var...... og síst af öllu hefði mér grunað........  æ æ æ  en þetta var mjög skemmtilegur leikur og svei mér ef þetta fyrirbæri er ekki komið til að vera á deildinni....allavega næstu jól...... Jólaboðið/partyið var mjög skemmtilegt..... allir komu með eitthvað matarkyns með sér og þar sem þetta er fjölmenningarlegur vinnustaður voru margir réttir á borðinu ekki allveg alíslenskir og smökkuðust mjög vel..... farið var í leiki og um stund sat allt staffið eins og fífl, með stór eyru, tennur fyrir allan peninginn og risa augu.....við hlógum svo að tárin runnu niður kinnarnar og maskarinn með.........GrinGrinGrin...alltaf gaman að finna barnið í sjálfum sér.....

Er annars á leið í blómabúðina....... verð að vinna um helgina..... alltaf gaman að vinna í blómabúð fyrstu helgina í aðventunni..... allt að gerast....og það sem meira er..... allir eru í svo góðu skapi..... Á mánudaginn ætla ég svo að  skella mér til Danmörku..... hitta ástkæru dóttur mína og tengdason Heartsem búa í Árósum og síðan ætla ég enn lengra upp í landið og bregða mér í fimmtugsafmæli.......WizardWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Rosalega er búið að vera gaman hjá þér. En annað, góða ferð og hafðu það gott í danaveldi, ég stefni þangað á þorláksmessu

Unnur R. H., 1.12.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ekkert skrýtið að þú sért með hausverk. alltaf á bylleríi bara.

arnar valgeirsson, 1.12.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband