18.11.2007 | 00:19
Laugardagskvöld
Áttum saman yndislega kvöldstund ég og Oddný dóttir mín, borðuðum góðan mat, hreiðruðum síðan um okkur í sófanum horfðum og Laugardagslögin með öðru auganu..
.. en vorum samt aðallega að spjalla um menn og málefni
....Skyndilega helltist yfir okkur mikið ísæði og rukum við af stað eitthvað út í buskann til að svala þessari þörf
.... við rúntuðum dágóða stund um miðbæ Reykavíkur...langt síðan maður hefur farið á rúntinn niður Laugaveginn á laugardagskvöldi
.... en þetta var mjög gaman og sátum við mæðgurnar og rifjuðum upp "gamla góða" daga.... þegar hún var á gelgjunni og hinar óumflýjanlegu Kringluferðir voru hluti af daglegu lífi..... úff ... hvað við gátum stundum verið ósammála
og mátti vart á milli sjá hvor var pirraðari móðirin eða ungilingurinn...... Ég af því að ég var alltaf yfir mig hneyksluð á verðinu og Hún af því að ég var alltaf svo yfir mig hneyksluð...og af því að ég talaði alltaf svo hátt....... og viljandi í þokkabót ..... bara til að pirra hana og gera hana að fífli.......
.... já það er sko hægt að hlægja af þessu í dag...... en það veit Guð að okkur var hvorugri hlátur í huga á þeim tíma.......






Þetta er fyrsta laugardagskvöldið í langan tíma sem ég er í fríi..... og er í bænum.....og ég hefði ekki viljað eyða því á neinn annan hátt en akkurat með henni dóttur minni....
..Takk fyrir kvöldið elsku Oddný....
..


...
Athugasemdir
Hljómar yndislega!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 01:09
Aldurinn gerir mann umburðarlyndari.
Enda yndislegur tími framundan hjá ykkur.
ps. bíddu? áttir þú til að vera pirruð? hehe
Marinó Már Marinósson, 18.11.2007 kl. 03:28
já enda er hún orðin miklu þolinmóðari
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:47
Hæ sæta.
Ætlaði að renna í bæinn í gær en þá var svo vont veður að ég nennti því ekki. Ætlaði svo í dag en þá var ég svo illa haldin af sunnudagsleti að ég nennti ekki........
Kem bara síðar
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 18:55
Rosalega er hún sæt hún dóttir þín. Þetta hefur verið eðalkvöld hjá ykkur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:01
°já við erum svo myndarlegar mæðgurnar......
.....
Hattana bjó ég til fyrir þorrablótið í fyrra..... þá var hattaþema...og froskahatturinn hreppti fyrstu verðlaun.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.11.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.