Laugardagskvöld

 
Áttum saman yndislega kvöldstund ég og Oddný dóttir mín, borðuðum góðan mat, hreiðruðum síðan um okkur í sófanum horfðum og Laugardagslögin með öðru auganu..Wink.. en vorum samt aðallega að spjalla um menn og málefni Cool....Skyndilega helltist yfir okkur mikið ísæði og rukum við af stað eitthvað út í buskann til að svala þessari þörf W00t.... við rúntuðum dágóða stund um miðbæ Reykavíkur...langt síðan maður hefur farið á rúntinn niður Laugaveginn á laugardagskvöldi Joyful.... en þetta var mjög gaman og sátum við mæðgurnar og rifjuðum upp "gamla góða" daga.... þegar hún var á gelgjunni og hinar óumflýjanlegu Kringluferðir voru hluti af daglegu lífi..... úff ... hvað við gátum stundum verið ósammála Pinch og mátti vart á milli sjá hvor var pirraðari móðirin eða ungilingurinn...... Ég af því að ég var alltaf yfir mig hneyksluð á verðinu og Hún af því að ég var alltaf svo yfir mig hneyksluð...og af því að ég talaði alltaf svo hátt....... og viljandi í þokkabót ..... bara til að pirra hana og gera hana að fífli.......LoL.... já það er sko hægt að hlægja af þessu í dag...... en það veit Guð að okkur var hvorugri hlátur í huga á þeim tíma.......
Þetta er fyrsta laugardagskvöldið í langan tíma sem ég er í fríi..... og er í bænum.....og ég hefði ekki viljað eyða því á neinn annan hátt en akkurat með henni dóttur minni....InLove..Takk fyrir kvöldið elsku Oddný....Heart..
...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hljómar yndislega!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Aldurinn gerir mann umburðarlyndari.     

Enda yndislegur tími framundan hjá ykkur.

ps.  bíddu? áttir þú til að vera pirruð?  hehe

Marinó Már Marinósson, 18.11.2007 kl. 03:28

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

já enda er hún orðin miklu þolinmóðari

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hæ sæta.

Ætlaði að renna í bæinn í gær en þá var svo vont veður að ég nennti því ekki. Ætlaði svo í dag en þá var ég svo illa haldin af sunnudagsleti að ég nennti ekki........

Kem bara síðar

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rosalega er hún sæt hún dóttir þín. Þetta hefur verið eðalkvöld hjá ykkur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

°já við erum svo myndarlegar mæðgurnar...........

Hattana bjó ég til fyrir þorrablótið í fyrra..... þá var hattaþema...og froskahatturinn hreppti fyrstu verðlaun.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.11.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband