Hundalíf......

Helgin var bara nokkuð góð... líf og fjör í sveitinni Smile... vorum með góða gesti sem gistu eina nótt, þetta voru barnabörn bóndans, tvær hressar og líflegar stelpur sem kunna sko að njóta lífsins í sveitinni hjá afa innan um hænurnar, hestana, kisurnar og svo litlu Heklu. Þær hjálpuða afa sínum að gefa hænunum og fengu að launum sitthvort eggið sem þær ætla að reyna að unga út Tounge Halo...þær pökkuðu eggjunum sínum vel og vandlega inn í ullarhnoðra og pappír og bjuggu síðan vel um það á öruggum og volgum stað.... svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist....W00t

Á sunnudeginum örkuðu afastelpurnar ásamt afa sínum og Heklu upp á stk til að hitta hestana, spjalla aðeins við þá og gefa þeim brauð......... mikið fjör og mikið gaman....... á meðan var ég heima .... svona eins og bóndakonum sæmir..... og bakað vöfflur...... ég er allveg að höndla þetta hlutverk W00t......... Um fimmleytið komu svo foreldrarnir og sóttu dúllurnar og það komst aftur á ró í sveitinni........ í bili........

Seinni partinn í gær gerðist ég hvolpa-fóstur-mamma...... og tók með mér í sveitina aukahund...... allveg gullfallegan svartan labrador hvolp..... svona vinkonu fyrir Heklu mína......... þannig að það var sannkallað hundalíf í sveitinn hjá mér í gærkveldi og nótt.....W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta er yndislegt líf

Ertu að passa svarta eða þarftu að losna við hana? Veit um eina sem langar svo í svarta labradortík  

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Var að passa svarta labradortík, 4 mánaða...algjör dúlla...... en hún fer að Leirum í pössun í dag og verður þar um óákveðin tíma.......já já...svona er lífið stundum.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.11.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: arnar valgeirsson

held þú  ættir að skrifa barnabók. og myndskreyta. lítið komið út nýlega um dýrin í sveitinni. gætir skellt einni og einni uppskrift með. vöfflur og svona.

það koma jól eftir þessi, mundu það....

arnar valgeirsson, 13.11.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég get svo svarið það, þú ert að verða bóndakona með blæju.*

 * = svo nefndist æðislegur eftirréttur í mínu ungdæmi í minni sveit....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

án gríns - ef það vantar heimili fyrir hana þá veit ég um fólk sem er að leita að svartri labradortík........

Láttu mig vita!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband