28.10.2007 | 14:13
Vaknaði....
... í morgun og sá þegar ég leit út um gluggann að Vetur Konungur hafði hafið innreið sína með stæl....... fannhvít jörð,allveg stilla en frost í lofti....allveg yndislega fallegt
Í dag er annars margt sem minnir á veturinn hér í sveitinni, Bóndinn búin að kalla saman fyrsta þorrablótsnefndarfundinn.... því ekki er ráð nema í tíma sé tekið...... og hingað ætlar sem sagt að skunda hópur fólks sem ætlar að koma sér saman um að skapa góða stemningu á þorrablóti vetrarins sem haldið verður, venju samkvæmt, fyrstu helgina í febrúar ...
Eins og í alvöru sveitum þá verður sitthvað ætilegt í boði á þessum fyrsta þorrablótsnefndarfundi. Bóndinn bretti upp ermarnar og hristi fram hverja kræsinguna á fætur annari....... mínu kvennlega húsmóðureðli var í fyrstu ógnað...en svo hugsaði ég sem svo....... "hva.. ég fer bara út og set vetrardekkin undir bílinn...kem svo inn að verki loknu og fæ mér kaffi og nýbakað " Bökunarilmurinn í húsinu er allveg til að æra óstöðugan... því að eins og kunnugum er kunnugt þá er ég í mjög alvarlegu sykurbanni...... en til hvers eru freistingar ....nema til að falla fyrir þeim...... svona stöku sinnum....
Athugasemdir
Settirðu dekkin undir? Eða fórstu bara strax í seinni hluta verkefnisin? Hrikalega er Bóndinn duglegur!! Varstu búin að zjekka á vinum hans?
knús á þig dúlla
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 18:00
Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu.
Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 20:47
þorramatur er súr og ekki sætur. grísinn á þér... svo er nóg af brennivíni. grísinn á þér. það er ekki bara i 101 sem sukkið er að fara með fólk ha.
arnar valgeirsson, 28.10.2007 kl. 21:02
Það er kominn nýr bókalisti....
Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.