rigning og kósyheit.....

Sit hér í litla kósy húsinu mínu í sveitinni...líður svona eins og húsfrúnni í "Húsinu á sléttunni"... nema hvað að ég er á hæðinni Wink...Úti er svarta myrkur og grenjandi rigning... brrrr..... en innandyra er hlýtt og notalegt...ég komin í "heimagallan" búin að laga mér grænt te og kveikja á kertum og dreifa um allt hús.....mmmmm svo notalegt..

Er í ströngu sykurbanni þessa dagana...Police.. hef ekki borðað nammi síðan um síðustu helgi........ ég er mjög stolt af mér....Wizard... ég hafði satt að segja ekki hugmynd um að þetta yrði svona erfitt...en þetta er miklu erfiðara en að hætta að reykja.....Devil..... Ég þarf virkilega að taka á honum stóra mínum til að láta ekki undan freistingunum....... og þær eru víða.... í vinnunni er oftast skál með sælgæti á borðinu á hádegisfundinum.... svo ég tali nú ekki um bollann góða inni hjá yfirlækninum á Kleppi...... ávallt fullur af gómsætu súkkulaði frá útlöndum...mmmm........en ég hef staðist freistingarnar....... hingað til...og svei mér ef ég er ekki að uppskera árangur erfiðisins..... W00t... verður maður ekki að reyna að trúa þvi...... fá Pollyönnu vinkonu í lið með sér... bryðja gulrætur og brosa framan í heiminn.......Grin Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dugleg stelpa!!

En héddna, ekki að það komi mér neitt rosa mikið við, ertu mikið inni hjá yfirlækninum??

lofjú

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Af hverju máttu ekki borða sykur? Er megrun í gangi?

T il hamingju með starfsafmælið á dögunum

Marta B Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönn..... ég er svo sem ekkert mikið inni hjá yfirlækninum..... sérstaklega núna þar sem ég er jú í sykurbanni..... en ég þarf að mæta á fundi og soleis...... en ég er allveg hætt að droppa við í "kurteisisheimsókn" og næla mér í bita í leiðinni  

Marta... tja... það er smá átak í gangi...... taka af sér eins og 8 - 10 kg..... svona hægt og rólega........byrjum á því að taka sykurinn af og auka göngutúranna og hreyfinguna.... markmiðið er að taka þau óvelkomnu kíló sem tróðu sér fremst í röðina þegar ég sagði skilið við tóbakið....ojojoj.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.10.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gulrætur eru góðar. Í raun mikið betri en allt annað nammi, ef undan eru skildar Mosartkúlur og Nóa Kropp. Gangi þér vel í átakinu. Er að mana mig upp  í að hætta að reykj um eða uppúr ca svona hérumbil jólunum eða áramótunum, svona sitt hvoru megin við þetta allt saman. Alveg sama hvoru megin, þannig lagað séð, bara að það verði ekki of seint. Ætli geti verið að það sé betra að fara í stífa megrun ÁÐUR en maður hættir að reykja. Mér heyrist það á svo mörgum.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: Sonja I Geirsdóttir

Takk takk fyrir að gerast bloggvinur, og takk fyrir kommentið

Sonja I Geirsdóttir, 27.10.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband