20.10.2007 | 14:41
Tekinn !!!
Mætti í vinnuna í gærmorgun eins og lög gera ráð fyrir..... Dagurinn byrjaði að venju með morgunfundi í Bergiðjunni...eða svo hélt ég... Rétt áður en fundurinn átti að hefjast hringir síminn, á hinni línunni er Björg kollegi minn. Henni virðist mikið niðri fyrir og biður mig vinsamlegast að koma niður í hús þar sem eitthvað virðist ama að Kollu, sem er vinnufélagi okkar...... Ég spratt á fætur og rauk af stað, komst á met tíma niðureftir og æddi inn, skelfingin upp máluð... hvað skyldi vera að ... þegar Kolla kvartar þá er eitthvað mikið að..... það vissi ég...... Þegar inn var komið var engin sjáanlegur en inn í stofu var uppdekkað borð með kræsingum og fíneríi..... innan úr eldhúsinu heyrðist tíst og þar stóðu þær...... brosandi út að eyrum og með prakkarablikk í augum...... Hér var semsagt verið að fagna 10 ára starfsafmæli mínu á Kleppi....... ... ...... Hugsa sér...... 10 ár.... og mér finnst ég vera nýbyrjuð..... en ég er semsagt að verða ein af mublunum þarna inn við sundin blá ....
Seinni partinn fór ég síðan að vinna í Blómabúðinni...... þangað inn kom ungur maður og spurði hvort ég ætti reykelsi..... helst með sterkri lykt.... svona jarðaberjalykt....... ég gat að sjálfsögðu aðstoðað mannin með það.... hann var varla farin út úr dyrunum þegar annar ungur maður kom inn og spurði hvort ég ætti ilmkerti með sterkri jarðaberjalykt........"Hvað er þetta með menn og jarðaberjalykt" ? spurði ég manngreyið... hann sagðist ekki vita með hina...en hann væri að þrífa heima hjá sér og vantaði góða lykt... svona áður en eiginkonan kæmi heim............já það er mörgu hægt að bjarga með dempuðu ljósi og ilmkerti......
Athugasemdir
Til hamingju með tíu árin og skemmtilega vinnufélaga
Ilmkerti með jarðarberjalykt? Ég er nú hrædd um að ég mundi fyllast tortryggni og nerra síðan út í eitt!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 14:56
Til hamingju með tíu árin og frábæra vinnufélaga
Halldór Sigurðsson, 20.10.2007 kl. 17:03
Til hamingju með árin tíu.
Marinó Már Marinósson, 20.10.2007 kl. 18:43
hvað fékkstu að éta þarna í uppáhaldi vegna tíu áranna?? ekkert svona "það er hugurinn sem gildir" dæmi. spurt er: hvað fékkstu að éta???
en til hamingju samt með tuginn. fljótt að líða, ha..
arnar valgeirsson, 20.10.2007 kl. 23:25
ahahah..... jú jú Arnar minn þarna svignuðu borðin undan kræsingunum.... í boði var morgunverðarhlaðborð a la Jói Fel..........ekkert slor það.... og ég sem er í sykurbanni ...
Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2007 kl. 10:29
...og svo fékk ég jú..... mjög fallegt og vandað viðurkenningarskjal í tilefni áranna tíu.... rótsterkan líkjör til að sætta mig við að ég eldist eins og hinir... og þennan líka fallega blómavönd.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2007 kl. 10:32
Til hamingju með 10 árin á kleppi Hefði gjarnan viljað morgunverðahlaðborð að hætti jóa fel.... Hafðu það sem best
Unnur R. H., 22.10.2007 kl. 08:54
Til hamingju með þetta, heillin mín. Nú vantaði bara ákavítisflöskuna, manstu, sem var falin í skápnum hjá mér forðum.... (Norðmennirnir sem við tókum svo snilldarlega á móti gáfu okkur hana....). Kannski ertu búin að gleyma þessu öllu. Þig vantar frítt sykurflæði, elskan.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:11
Fanney finnst þér þetta ekki bara nokkuð góð mynd af Marinó þarna? Ég tók þessa mynd á sólpallinum fyrir framan húsið hjá Sigurbirni bróður hans á Reyðarfirði 9.júlí. Við vorum nýkomin frá Akureyri. Það er handleggurinn á Einari Guðjóni sem sést í fyrir aftan hausinn á honum hægramegin.
Marta B Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 23:51
Jú Marta ...ferlega fín mynd af kappanum... það er eins og hann hafi yngst um mörg ár...
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.10.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.