Hundaeigendur og aðrir riddarar,,,,

Tók daginn snemma...allveg eldsnemma.... var komin út að ganga með Heklu litlu um sex-leitið Gasp... og ég get svo guð svarið það ..... ég mætti fólki á þessari göngu minni...ekki bara eftirlegukindur næturinnar heldur "venjulegu" fólki sem ýmist var úti að skokka.....já ég sagði skokka Undecided og svo var þarna einn og einn hundaeigandi sem voru væntanlega þarna í sömu erindagjörðum og ég.....sem sagt að viðra árrisula hunda..... Ég hafði ekki átt von á að hitta nokkurn viti borinn mann og var því eins og hálviti til fara... í orðsins fyllstu Sick...ekki með varalit eða neitt.... en þessi reynsla kennir manni........

Göngutúr númer tvö þennan dag var svo farin nokkrum klst síðar eða upp úr níu....... mín lagaði aðeins til hárið og setti upp smá lipstick.... maður lærir sko af reynslunni.... og það er allveg rétt  sem maður hefur heyrt um hundeigendur og félagslega færni.....Grin..ég mætti all nokkrum slíkum og það var eins og við manninn mælt ... hver og einn einasti heilsaði, stoppaði á meðan hundarnir heilsuðust og síðan upphófst hið skemmtilegasta spjall.... og ykkur grunar ekki hvað ég er búin að eignast marga nýja vini.... bara núna í morgun.... get varla beðið eftir því að komast í næsta göngutúr og kynnast fleirum...W00t..Á þessari gönguferð minni í morgun fann ég að ég hafði brennt aðeins of mörgum kaloríum þannig að ég neyddist til að bregða mér í bakaríið..og viti menn...ég var ekki ein um það.... bakaríið var gjörsamlega fullt út af dyrum og kl. rétt að verða tíu.....FootinMouth..... en þarna stóð ég fyrir utan eins og ílla gerður hlutur með Heklu litlu.... ég festi hana í þartilgerða lykkju en i hvert sinn sem ég gerði tilraun til að fara inn í bakaríið þá gelti hún og lét öllum íllum látum.... og hún sem varla hefur gelt síðan hún fæddist..... og þar sem mér fannst hundsgelt einhvernvegin skemma þessa fallegu laugardagsmorgunsímynd þá stóð ég þarna eins og ílla gerður hlutur eins og áður sagði..... nema hvað að ... að þar sem ég stóð eins og í........ osfrv... uppgötvaði ég mér til mikillar undrunar að  það finnast enn í dag svona..... "riddaratýpur"... Inni í bakaríinu sat allveg fjallmyndarlegur maður og drakk morgunkaffið sitt og las blaðið sitt..InLove.. hann leit upp og sá þá þessa bráðhuggulegu ungu...en vandræðalegu hundakonu þarna fyrir utan....og svona gjörsamlega upp úr þurru stendur þessi fjallmyndarlegi upp og gengur í áttina til mín og spyr hvort mig vanti aðstoð við að gæta Heklu litlu.... og ég get allveg svarið það .... ég hótaði honum ekki eða neyddi hann á nokkurn annan hátt til að gera þetta... þetta var algjörlega hans frumkvæði.....Wizard.... og þetta frumkvæði hans varð til þess að kaloríubúskapi mínum er hér með borgið..... og ég get andað léttar og haldið mig við það dagskipulag sem áður hafði verið ákveðið... sem sagt að bregða mér í bæinn og verlsa föt utan um allar þessar aukakaloríur sem ég er búin að vera safna utan á mig...og sem klæða mig svo vel...thiíihíhí.... er ekki lífið dásemdin ein....Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef akkúrat upplifað þetta líka. Fólk sem yrðir ekki hálfu orði á mann án hundsins.......

Þetta er líka svona í hlaupafólkshópnum. Allir heilsast ef báðir eru úti að hlaupa. Held þetta sé einhver svona samkenndarfílingur. Alls ekki slæmur

En gvöð hvað ég er fegin að þú mundir eftir varalitnum...............

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband