28.9.2007 | 21:38
Í helgarbyrjun..
Er að hafa það notalegt heima í Kópavogi... þar sem við Hekla ætlum að njóta lífsins um helgina. Bóndinn skellti sér í hrossaréttir norður í land og er ekki væntanlegur fyrr en seint á sunnudag...
Við vorum að koma inn allveg rennblautar eftir klukkutímagöngu í æðislegu veðri.... allveg logn.... já eða þannig... en allveg grenjandi rigning. Hekla þurfti að kanna þessar nýju slóðir allveg sérstaklega vel, þefaði vel og vandlega af hverjum einasta ljósastaur sem við gengum fram hjá... og ég sem ætlaði að nota gönguna til að brenna eitthvað af þessu sælgæti sem ég borðaði í dag.... en það fór eitthvað lítið fyrir þeirri brennslu.... iss... ég fer bara út í fyrramálið og hleyp af mér spikið...
Núna er ég búin að hella upp á svona dekurkaffi, Hraunkassinn bíður tilbúin á sófaborðinu ..og prjónarnir innan seilingar...... Mmmmm er ekki lífið yndislegt.....
Athugasemdir
Hljómar alveg stórvel...........
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2007 kl. 21:53
iss, dansaðu bara meðan þú prjónar...
arnar valgeirsson, 28.9.2007 kl. 22:38
heheheheh góð hugmynd Arnar...... set hnykilinn í handarkrikann og svo tek ég sporið..... einn og tveir og hoppa....
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.9.2007 kl. 22:56
Hljómar sem frábær helgi með súkkulaði, hund og prjóna mmmm.. æði!
Takk fyrir innlitið á bloggið mitt
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.9.2007 kl. 10:45
Sko Magna.... þetta er engin venjulegur trefill............
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2007 kl. 10:58
......sem minnir mig á það. Hvað
Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 20:21
já já..... það sem ég vildi sagt hafa.....
Hvað er kris kross trefill?
Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 20:22
Þú sérð það Hrönnslan min þegar ég er búin með hann...allveg stórkostlegt fyrirbæri....
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.9.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.