26.9.2007 | 13:22
Nú er ....
..úti veður vott
verður allt að klessu
mikið lifandi,skelfingar, ósköp væri gott
að vera bara heima að dunda sér eitthvað.....
Er eignlega óvinnufær þessa stundina, ég álpaðist nefninlega inn í Föndru á Dalveginum í gær og datt um allveg hreint frábærlega skemmtilegt garn sem ég að sjálfsögðu varð að kaupa. Keyrði síðan á öðru hundraðinu austur í sveit, fitjaði upp í leiðinni og var svo á hlaupum með prjónana í allt gærkvöld því að það voru fleirri en ég sem voru skotnir í þessu geggjaða garni Hekla og Kjarkur kepptust við að kasta sér yfir dokkuna og tættu hana fram og tilbaka...þannig að ég var á hlaupum undan þessum "óargadýrum" meira og minna allt kvöldið
Þessa stundina er ég í vinnunni.... en með hugann við prjónana... vildi að ég gæti lokað að mér...sett "ónáðið ekki" skiltið á hurðina og haldið áfram að prjóna .........
Athugasemdir
Föndra er hættuleg Þekki það af eigin raun ójá
Unnur R. H., 26.9.2007 kl. 16:57
Ertu að prjóna húfu handa mér? - Þau eru algjörar dúllur Hekla og Kjarkur!
Fattaði um leið og ég sá hvað afturendinn á svarta bílnum var móðgaður að þetta hafðir verið þú....... Vinka tvisvar næst - lofa
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 21:03
Já Unnur það er hverju orði sannara.....Föndra er stórhættuleg verslun
Hrönnslan mín... er reyndar ekki að prjóna húfu á þig..enda er þessi sem þú ert með á mognana allveg fyrir allan peninginn og meira til..... Afturendinn á svarta bílnum er allveg að jafna sig á þessu þarna í morgun......við erfum þetta ekkert við þig
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.9.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.