Haustferðalag

Ferðin norður um síðustu helgi var allveg yndisleg Smile  öll fyrirheit um breytt líferni, hollustu í matavali, algjört sælgætisbann var skilið eftir í bænum Devil Við fylltum bílinn af allskonar kaloríusprengjum, nýjasta tölublaði af Séð og heyrt góðu krossgátublaði og renndum af stað.

Í tilefni afmælis Mörtu vinkonu minnar borðuðum við sannkallaðan veislumat á Króknum og renndum honum niður með úrvals víni.... ég gæti sko allveg vanist svona lífi.......

á Sauðárkróki     Hrossin skoðuð+

Eftir kvöldmáltíðina héldum við förinni áfram inn í Hjaltadal þar sem við gistum á Kambi, gamalt ættaróðal Höskuldar Tounge Sátum langt fram á nótt og spiluðum, sögðum sögur og renndum þeim niður með einum og einum bjór......

Daginn eftir ókum við til hjónana í Hólkoti í Unudal, þar svignuðu borðin undan veitingum eins og siður er til sveita Cool..... o m g ætli ég verði að fara að dusta af Kichenaid-inni minni og baka í kistuna  svo ég geti reitt fram hverja sortina á fætur annari þegar gesti bera að garði...... Shocking... iss ég geri bara samning við Jóa Fel..hann klikkar aldrei.....

það fór lítið fyrir haustkransagerð í þessari ferð þar sem ég gleymdi kransagerðakittinu heima Blush

haustkrans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahhh það er svo gott að eiga svona daga.......

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Krúttið mitt kæra, hvað er gaman í þínum bekk alltaf....Mér líkar afskaplega vel við fólk sem leggur áætlanir um heilsurækt og mataræðisaðhaldshráfæðissjálfsofbeldi á hilluna. Mér líst hinsvegar býsna vel á að baka í kistuna. Sem mest með súkkulaði, döðlum og karamellu. Góða nótt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband