7.9.2007 | 09:42
Helgin frammundan......
Ahh.... föstudagur... vikan á enda.... sit hér við tölvuna.. þykist vera að vinna, very important persone en sannleikurinn er sá að ég á í miklum erfiðleikum með að halda mér vakandi ...... þetta er fyrsta STÓRA vinnuvikan mín síðan í vor... Þ.e. ég vinn aðrahvora viku tvöfalt.... ég get svarið það ég held að ég sé að missa það..... en en þetta kemst upp í vana.... ok þá er það búið... vælið meina ég...mmm svo gott að pústa aðeins...
Ég er að fara norður í land í dag Bóndinn og frændi hans þurfa í eitthvert hestastúss og við, betri helmingarnir, ákváðum að skella okkur með, búa til svona notalega hauststemningu í sumarhúsinu fyrir norðan, kíkja svo í "haustkransagerðarleiðangur" á morgun, eta gott og drekka gott og bara njóta þess að vera til.......
Athugasemdir
Já það er gott að pústa......
Frábært að fara í haustferðir, líst sérlega vel á þetta með drykkina, matinn, kransagerðina og ekki síst að njóta þess að vera til!! Það er alltaf rosalega góð hugmynd
knús á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 09:46
Magna "haustkransagerðarleiðangur" er svona leiðangur þar sem maður fer út í náttúruna með gott nesti og vefur sér haustkrans með því efni sem vex á staðnum....mjög skemmtileg og afslappandi iðja.... mæli með þessu...
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:14
Æðislegt, dásamlegt og skemmtilegt. Er ekki forkastanlegt að fá svona komment? Agalegt hvað ég er asnaleg. - Góða skemmtun, iðjubóndakonan mín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.